Uppfærsla á Helsingforssamningnum

Skýrsla vinnuhóps Norðurlandaráðs

Upplýsingar

Útgáfudagur
Lýsing
Hlutverk norræns samstarfs á Norðurlöndum og alþjóðlega er á sögulegum tímum með styrjöld í Evrópu og stöðugt og vaxandi óöryggi í heiminum. Öll norrænu ríkin eru aðilar að NATO og það skapar ný tækifæri í norrænu samstarfi. Samtímis stendur heimurinn frammi fyrir ýmsum miklum áskorunum. Minni líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar og miklar loftslagsbreytingar. Gervigreind og netöryggi. Aukinn ójöfnuður og ógnir við lýðræðið.Norrænt samstarf hefur líklega aldrei verið eins mikilvægt og nú og stjórnarskrá samstarfsins – Helsingforssamningurinn – verður að ávarpa áskoranir og tækifæri sem Norðurlöndin standa frammi fyrir. Við verðum að veita norrænu samstarfi svigrúm til að þróast, eflast og skipta máli með tilliti til þeirra tíma sem við lifum og þeirrar framtíðar sem við stöndum frammi fyrir. Þær miklu breytingar sem orðið hafa á Norðurlöndum og um allan heim frá því að Helsingforssamningurinn var síðast uppfærður árið 1995 gefa tilefni til að spyrja ef ekki er ástæða til að endurnýja Helsingforssamninginn núna, hvenær þá?
Útgáfunúmer
2024:713