Menningarráðherrar vilja efla aðlögun og tjáningarfrelsi

02.05.16 | Fréttir
Kulturministermøde i Helsingfors 2. maj 2016
Hlutverk menningarinnar við aðlögun flóttafólks og innflytjenda var meginþemað þegar norrænu menningarráðherrarnir funduðu í Helsinki 2. maí. Ráðherrarnir samþykktu jafnframt yfirlýsingu um tjáningarfrelsi.

„Aðlögun flóttafólks og innflytjenda er mikið forgangsmál alls staðar á Norðurlöndum. Menningargeirinn og borgaralegt samfélag gegna lykilhlutverki í því að takast á við þetta erfiða viðfangsefni og við að efla samloðunarkraftinn í samfélagi okkar. Það er sjálfsagt að við vinnum saman að þessu stóra verkefni,“ sagði Sanni Grahn-Laasonen, menningar- og menntamálráðherra Finnlands.

Á fundinum báru norrænu ráðherrarnir saman reynslu landanna af því hvernig menning og félagasamtök geta komið að gagni við aðlögunarferli innflytjenda. Norrænu samstarfsráðherrarnir ákváðu á dögunum að leggja áherslu á aðlögun innflytjenda og efla starf að þeim málum verulega með samstarfsáætlun til nokkurra ára. Aðgerðir á árinu árið 2016 eiga meðal annars að tengjast menningargeira og hlutverki borgarasamfélagsins vegna þess mikilvæga hlutverks sem menningarlífið gegnir við aðlögun innflytjenda.

Við höldum ótrauð áfram að berjast gegn öllu því sem ógnar (menningarlegu) tjáningarfrelsi

Menningarmálaráðherranir ræddu einnig hvernig staðan í málefnum flóttafólks hefur áhrif á ímynd Norðurlanda sem lýðræðislegra og opinna samfélaga fyrir alla og þrengir að (listrænu) tjáningarfrelsi. Í tengslum við námsstefnuna „Re-shaping Cultural Policies for Development“ samþykktu ráðherrarnir skýra og skorinorða yfirlýsingu. „Við höldum ótrauð áfram að berjast gegn öllu því sem ógnar (menningarlegu) tjáningarfrelsi.“

Lokaskjal Óslóarráðstefnunnar um ólögleg viðskipti með menningarverðmæti var kynnt fyrir ráðherrunum. Á ráðstefnunni var bent á ýmsar aðgerðir þar sem sameinaðir kraftar landanna myndu nýtast betur í norrænu samstarfi. Ráðherranir hvöttu viðeigandi yfirvöld til að halda áfram samstarfi í samræmi við tilmælin.

    Ráðherrafundurinn var haldinn í Helsinki daginn fyrir ráðstefnu Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) um tjáningarfrelsi, sem haldin var í sömu borg í tilefni af degi fjölmiðlafrelsis.