Nýjar norrænar loftslagslausnir á COP21 – nýjasta tölublað veftímaritsins „Green Growth the Nordic Way“

26.11.15 | Fréttir
COP21-fundurinn í París verður afgerandi augnablik í þróun lífs og mannlegrar starfsemi á hnettinum okkar. Norræna ráðherranefndin sér um sér um sameiginlegan norrænan sýningarskála á staðnum þar sem COP-viðræðurnar fara fram, undir yfirskriftinni „Nýjar norrænar loftslagslausnir“. Markmiðið er að leggja af mörkum til loftslagsumræðunnar – frá norrænum sjónarhóli en með alþjóðlega sýn. Í nýjasta tölublaði veftímaritsins „Green Growth the Nordic Way“ er sjónum beint að þátttöku Norðurlanda í COP21.

Hvert um sig og í sameiningu hafa Norðurlöndin gert einhverjar metnaðarfyllstu pólitísku áætlanir í heimi í orku- og loftslagsmálum. Skilgreind hafa verið erfið markmið og áfangar á leiðinni að því að búa til orkukerfi sem er sjálfbært í raun.

Tvær af fjórum greinum í þessari útgáfu „Green Growth the Nordic Way“ fjalla um orku. Önnur er um norræna raforkumarkaðinn, en hvergi í heiminum hefur verið gengið eins lagt í samþættingu markaðar af þessu tagi. Hin er um norrænt orkusamstarf almennt.

Viðfangsefni hinna greinanna tveggja er í ríkara mæli alþjóðlegs eðlis. Þar er sagt frá því hvernig Norræna ráðherranefndin hefur komið að endurskoðun á niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti og að tímamótastarfi að loftslagsfjármögnun með hjálp mótvægisaðgerða sem eiga við í hverju landi (NAMA, nationally appropriate mitigation actions).

Tímaritið er að finna á slóðinni nordicway.org.

Nýta þarf árið 2015 til að velta fyrir sér og leggja grunn að grænni, sjálfbærri framtíð. Við vonum að „Nýjar norrænar loftslagslausnir“ geti lagt eitthvað af mörkum í þessum efnum og hvetjum alla til að lesa „Green Growth the Nordic Way“ eða fylgjast með starfsemi okkar á www.norden.org/cop21.