Sáttameðferð við skilnað verði skyldubundin

31.10.17 | Fréttir
Lennart Axelsson
Photographer
Magnus Fröderberg/norden.org
Í þingmannatillögu flokkahóps jafnaðarmanna í Norðurlandaráði er lagt til að sáttameðferð við skilnað að borði og sæng verði skyldubundin fyrir forsjárhafa barna undir lögaldri.

Með skyldubundinni sáttameðferð er átt við skipulagt samtal foreldranna undir leiðsögn þar til menntaðs einstaklings í þeim tilgangi að finna lausnir sem eru barninu fyrir bestu. Markmiðið er að forsjárhafar geri með sér samstarfssamning um sameiginlega forsjá.

Tilllaga flokkahóps jafnaðarmanna er sett fram með það fyrir augum að koma í veg fyrir eða draga úr deilum milli forsjárhafa. Þannig líði barninu og allri fjölskyldunni betur.

Einnig er lagt til að efnt verði til norræns málþings eða ráðstefnu þar sem löndin geti borið saman ráð sín um skyldubundna sáttameðferð.

Tillagan var send áfram til afgreiðslu í norrænu velferðarnefndinni á Norðurlandaráðsþingi í Helsinki.