Norræn samstarfsáætlun á sviði orkumála 2022–2024

Upplýsingar

Publish date
Abstract
Norrænu orkumálaráðherrarnir kynna hér með nýja norræna samstarfsáætlun á sviði orkumála fyrir tímabilið 2022–2024.Norðurlönd eiga að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims á árunum fram til 2030, og sú er einnig framtíðarsýnin fyrir orkumálasamstarfið. Græn umskipti í samfélögum Norðurlanda verða ekki að veruleika án marktækra grænna orkuskipta. Norræn orkukerfi eru afar samtengd og þess vegna leiðir samstarf landanna um sameiginleg frumkvæðisverkefni til grænna umskipta, sem verða hagkvæmari og félagslega sjálfbærari en ef löndin ættu hvert um sig að ná settum markmiðum.Ráðherranefndin um orkustefnu lagði árið 2020 til eftirfarandi sjö aðgerðasvið í framkvæmdaáætlun fyrir Framtíðarsýn okkar fyrir 2030: Þessi sjö aðgerðasvið, sem unnið verður að í norræna orkumálasamstarfinu á komandi tímabili mynda kjarnann í samstarfsáætluninni:- græn umskipti í orkugeiranum;- græn umskipti með efldu samstarfi um rannsóknir;- samstarf á raforkumarkaði;- orkunýtni, tækni og neytendahegðun;- samstarf varðandi málefni tengd ESB/EES á sviði orkumála;- félagsleg sátt um orkumannvirki og græn umskipti;- græn umskipti í samgöngum.
Publication number
2021:730