Störf yfir landamæri á Norðurlöndum

Tillaga að einföldun norrænna skattareglna með áherslu á aukinn hreyfanleika

Upplýsingar

Útgáfudagur
Lýsing
Framtíðarsýn Norðurlandanna er að þau verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir 2030. Eðlilegur þáttur í þessari metnaðarfullu framtíðarsýn er samþættur norrænn vinnumarkaður fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Hér gegnir norræni tvísköttunarsamningurinn og framkvæmd hans lykilhlutverki.Covid-19 faraldurinn sýndi hins vegar að það eru augljós vandkvæði við framkvæmd norræna skattasamningsins og annarra tvíhliða samninga og löggjafar í löndunum. Á meðan á faraldrinum stóð gátu starfsmenn vinnustaða handan norrænna landamæra lent í vanda með skattinn ef þeir fóru að fyrirmælum um að vinna heima. Stjórnsýsluhindranaráðið hefur bent á þennan vanda og hefur ítrekað hvatt norrænu ríkisstjórnirnar til að gera undanþágur fyrir þá starfsmenn sem þurftu gegn vilja sínum að vinna heima á meðan á faraldrinum stóð. Nú þegar faraldurinn er yfirstaðinn, eru óskir um að geta unnið fjarvinnu að nokkru eða öllu leyti komnar til að vera.Erfiðleikar starfsmanna og fyrirtækja einskorðast þó ekki við skattlagningu launagreiðslna í tengslum við fjarvinnu. T.d. sýna rannsóknir að í tengslum við lífeyrissparnað og -greiðslur getur komið upp óvissa, hækkað skatthlutfall og aukin umsýsla, og einnig í tilvikum þar sem sami atvinnurekandinn þarf að skrá og laga sig að skattareglum, gjalddögum og launaumsýslu í fleiri en einu landi.Ef Norðurlönd eiga að verða hagvaxtarsvæði með samþættum vinnumarkaði þar sem einstaklingar og fyrirtæki búa við hreyfanleika, þarf einmitt að beina athyglinni að einstaklingum og fyrirtækjum, svo löggjöf og stjórnsýsla styðji við tækifæri þeirra.Því hrinti Norræna ráðherranefndin og Stjórnsýsluhindranaráðið – í samstarfi við Norðurlandaráð – árið 2022 af stað verkefni til að greina helstu vandamálin og stinga upp á mögulegum lausnum. Markmið þessarar úttektar er því að skapa eins góðan grundvöll og hægt er fyrir áframhaldandi pólitískt starf, og ryðja úr vegi norrænum skattavandamálum sem tengjast fjarvinnu og hlutafjarvinnu.
Útgáfunúmer
2023:028