372. Kolbeinn Óttarsson Proppé (Indlæg)

Tietoja

Speech type
Puheenvuoro
Speech number
372
Speaker role
Nordisk Grønt Venstres talsperson
Date

Forseti. Við í norrænum vinstri grænum erum mjög ánægð með þessa tillögu. Sjálfur vil ég sérstaklega hrósa forystu sjálfbærninefndarinnar fyrir að hafa tekið vel utan um þetta mál, haldið góð málþing og fengið góða gesti til að ræða þessi mál í þaula. Tillagan er góð og ég hvet okkur til að veita henni brautargengi. Sjálfur hef ég mikinn áhuga á þessum málum þegar kemur að loftslagsfjármögnun og af því að ég hef svo gaman af að velta upp spurningum velti ég fyrir mér: Af hverju ekki að ganga enn lengra? Af hverju þurfum við að eyrnamerkja sérstaka fjármuni í baráttunni gegn loftslagsvánni, sem er vissulega fínt að gera? Af hverju endurhugsum við ekki allt fjármögnunarkerfið okkar út frá loftslagsmálum? Af hverju er það ekki skylda fyrir lánastofnanir að  vega og meta kolefnisspor þeirra framkvæmda sem lánað er til? Af hverju er bara horft á arðsemi, krónur og aura, hvað það skilar miklu en ekki á skaðann sem tilteknar framkvæmdir valda jafnvel umhverfinu með kostnaði fyrir samfélagið allt? Ég hef talað fyrir því heima á Íslandi að við horfum þannig á allt fjármagnskerfið, þetta er hluti af því sem við vorum að tala um áðan, hluti af því sem við segjum stundum, þegar við viljum tala fallega á hátíðarstundum, að við þurfum að endurhugsa allt. Fjármagnskerfið er eitt af því sem fellur undir allt þannig að ég styð, og við í norrænum vinstri grænum, þessa tillögu heils hugar. En ég velti því upp við ágæta samþingmenn hér: Getum við ekki stigið enn lengra? Þarf ekki að fara að hugsa alla fjármagnsflutninga, öll lán, allt saman, fjárfestingar, út frá því hvaða áhrif það hefur á loftslagið?

Skandinavisk oversættelse:

Ärade president. Vi i Nordisk grön vänster är mycket nöjda med detta förslag. Jag vill själv särskilt berömma hållbarhetsutskottets ledning för att ha hanterat frågan på ett bra sätt, hållit bra seminarier och bjudit in bra gäster för att diskutera saken på djupet. Förslaget är bra och jag uppmanar oss alla att se till att det godkänns. Jag är själv mycket intresserad av frågeställningen när det gäller klimatfinansiering och eftersom jag tycker så mycket om att ställa frågor undrar jag: Varför inte ta steget ännu längre? Varför är det nödvändigt att öronmärka viss finansiering i kampen mot klimathotet, som det visserligen är bra att göra? Varför ser vi inte över hela vårt finansieringssystem med hänsyn till klimatfrågan? Varför är kreditinstitut inte förpliktade att göra ett övervägande av koldioxidavtrycket för de projekt som de lånar till? Varför ser man bara till lönsamheten, kronor och ören, hur stor vinsten är, men inte till de miljöskador som orsakas av vissa projekt med kostnader för hela samhället? Hemma på Island har jag argumenterat för att vi borde använda ett sådant perspektiv på hela finanssystemet; det är en del av det som vi diskuterade alldeles nyss, en del av det som vi ibland säger när vi vill använda vackra ord vid högtidliga tillfällen, att vi måste ändra hela vårt sätt att tänka. Finanssystemet är bland de saker som har med allt i samhället att göra och jag, och vi i Nordisk grön vänster, ställer oss därför helt och hållet bakom detta förslag. Men jag skulle vilja fråga mina kollegor här: Kan vi inte ta steget ännu längre? Måste vi inte börja se över alla kapitalrörelser, alla lån, hela rubbet, investeringar, med tanke på hur allt detta påverkar klimatet?