Arendalsvikan 2018

13.08.18 | Viðburður
Norðurlönd eru enn á ný í stóru hlutverki í Arendalsvikunni í ár.

Upplýsingar

Dates
13 - 18.08.2018
Time
13:10 - 18:15
Type
Viðburður

Alla vikuna verður hægt að hitta stjórnmálafólk og aðila úr viðskiptalífinu og við sendum út hlaðvarpsþætti beint frá básnum okkar. Básinn verður opinn frá mánudegi til föstudags. Fulltrúar frá ýmsum norrænum stofnunum verða á staðnum til að kynna norræna samvinnu og segja frá viðburðunum okkar.

Norræna ráðherranefndin tekur þátt í opinberu dagskránni í ár, með umræðu sem ber yfirskriftina „Er Parísarsamkomulagið raunhæft – geta Norðurlönd verið í fararbroddi?“ Fyrrum loftslagsmálaráðherra Noregs mun meðal annars kynna greiningu sína á umhverfismálum á Norðurlöndum. Norskt stjórnmálafólk, baráttufólk fyrir náttúruvernd og aðilar úr atvinnulífinu munu taka þátt í pallborðsumræðum um hvernig Norðurlöndin geta orðið grænni. Þar að auki verða áhugaverðar umræður um jafnrétti á Norðurlöndum, hvernig draga má úr losun í samgöngugeiranum, hreyfanleika námsfólks og aðgerðir sem styrkja tengsl og fyrirbyggja ofbeldi og einangrun meðal ungs fólks. Ekki missa af tækifæri til að skoða heiminn með norrænum augum í Arendal í sumar.