Tjald Norðurlanda í Almedalen 2018

01.07.18 | Viðburður
Í Tjaldi Norðurlanda í Almedalen verða mörg mikilvægustu samfélagsmálefni samtímans til umræðu: Hver eru síðustu skrefin sem stíga þarf til að ná raunverulegu jafnrétti? Hvað stýrir neyslu okkar? Hvernig má sjá til þess að áskoranir tengdar samþættingu séu byggðar á staðreyndum en ekki fordómum?

Upplýsingar

Dates
01 - 02.07.2018
Location

Strandvägen 4
621 55 Visby
Svíþjóð

Tjaldi Norðurlandanda verður í ár boðið upp á þéttskipaða dagskrá af djúpri samfélagsumræðu. Alice Bah Kuhnke, menningar- og lýðræðisráðherra, opnar dagskránna á sunnudeginum. Peter Hultqvist (S), varnarmálaráðherra Svíþjóðar, og Per Bolund (M), ráðherra fjármálamarkaða og neytendamála og staðgengill fjármálaráðherra, verða meðal þátttakenda á mánudeginum.

Meðal annarra þátttakenda verða:

  • Rosaline Marbinah, forstöðukona landssambands ungmennafélaga í Svíþjóð
  • Mantas Zalatorius, formaður litháensku bankasamtakanna
  • Micaela Rosenlew, yfirmaður Norðurlandadeildar SLUSH (FI)
  • Karl Petter Thorwaldsson, formaður landssambands launþega í Svíþjóð
  • Tine Sundtoft, fyrrum ráðherra loftslags- og umhverfismála í Noregi
  • Fatemeh Khavari, Ung i Sverige
  • Martin Kolberg, varaformaður hjá Norðurlandaráði (NO) 

Dagskráin dregur dám af þeim viðfangsefnum sem eru hvað efst á baugi í Svíþjóð og annars staðar á Norðurlöndum.