Forsætisráðherrarnir lýsa stuðningi við Óslóarsamkomulagið um loftslagsmál

30.05.17 | Fréttir
Erna Solberg interview af Matts Lindqvist
Photographer
Elisabet Skylare, norden.org
Norrænu umhverfis- og loftslagsráðherrarnir samþykktu fyrr í þessum mánuði nýja loftslagsyfirlýsingu á fundi sínum í Ósló. Á forsætisráðherrafundi dagsins í Björgvin í Noregi tjáðu Bjarni Benediktsson, Stefan Löfven, Juha Sipilä, Lars Løkke Rasmussen og Erna Solberg stuðning sinn við yfirlýsinguna, og slógu því föstu að Norðurlönd stefndu hátt í loftslagsmálum og væru í fararbroddi á sviðinu.

Í Óslóarsamkomulaginu er áhersla lögð á loftslagsbreytingar sem eina helstu áskorun sem mannkynið stendur frammi fyrir. Í yfirlýsingunni sögðust loftslags- og umhverfisráðherrarnir ákveðnir í því að aðildarlönd Parísarsamkomulagsins eigi áfram að vinna að skilvirkri og stöðugri framkvæmd þess.

Yfirlýsingin boðar að forystuhlutverk Norðurlanda haldi áfram, á tímum þegar slík forysta er ef til vill mikilvægari en hún hefur lengi verið.

Forystuhlutverk Norðurlanda haldi áfram

„Gegnum tíðina hafa norrænu loftslags- og umhverfisráðherrarnir átt í samstarfi um sameiginlegt átak í hnattrænum loftslagsviðræðum. Yfirlýsingin boðar að forystuhlutverk Norðurlanda haldi áfram, á tímum þegar slík forysta er ef til vill mikilvægari en hún hefur lengi verið,“ segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.