Norðurlandaráð gefur út yfirlýsingu um Ísrael og Palestínu
„Friður er eitt af norrænu gildunum og norrænu löndin og Norðurlandaráð hafa mikinn vilja til að vinna að friðsamlegum lausnum á átökum. Norðurlöndin njóta virðingar og mikils traust í heiminum sem boðberar friðsamlegra lausna,“ segir Oddný G. Harðardóttir, varaforseti.
Friður og öryggi í forangi
Árið 2024 gegnir Ísland formennsku í Norðurlandaráði, samstarfi þingmanna á Norðurlöndum. Í formennskuáætlun sinni hefur Ísland lagt mikla áherslu á friðar- og öryggismál á norðurslóðum, en þó einnig á alþjóðavettvangi. Varaforsetinn Oddný G. Harðardóttir og flokkahópur jafnaðarmanna í Norðurlandaráði kynntu yfirlýsingu fyrir ákvörðunarvaldi Norðurlandaráðs, forsætisnefnd, sem samþykkti einróma að styðja yfirlýsinguna á þemaþinginu í Þórshöfn 8. apríl 2024.
Yfirlýsingin undirstrikar að á Norðurlöndum er löng hefð fyrir því að vernda og framfylgja alþjóðalögum og -samningum með því að styðja við starf alþjóðastofnana, einkum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Norrænu löndin hafa áður leitt friðarviðræður, knúið fram alþjóðlega friðar- og afvopnunarsamninga og skapað ramma fyrir mikilvægar friðarviðræður.