Karlmenn sem brjóta hefðir örva þróun jafnréttismála

23.10.17 | Fréttir
Barbershop i Köpenhamn
Photographer
Þurý Björk Björgvinsdóttir
Eftir sex ára markvissa vinnu er komið á jafnrétti í stjórnunarstöðum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Launabilið er nánast horfið. Ikea stefnir að því að ná þessu markið árið 2020 og Volvo tekst á við harða alþjóðlega samkeppni með meiri fjölbreytileika og minni vöðvum. Um 200 stjórnendur í fyrirtækjum, stjórnmálamenn og fræðimenn komu saman á Rakarastofunni í Kaupmannahöfn til þess að skerpa röksemdafærslu, styrkja þekkingu og virkja karlmenn í baráttunni fyrir jafnrétti kynja.

Guðlaugur Þór Þórðarsons, utanríkisráðherra Íslands, kallaði þetta æfingabúðir.

- Á Rakarastofunni fær maður innsýn sem er nauðsynleg til þess að taka virkan þátt í jafnréttisumræðunni. Annars erum við bara með helminginn af liðinu á vellinum og getum ekki unnið leikinn, sagði hann þegar hann opnaði Rakarastofuna.

Leikurinn snýst ekki um það, útskýrði hann, hvort Norðurlöndin verði áfram best í heimi þegar kemur að jafnréttismálum.

- Við vitum hvað virðingin fyrir réttindum kvenna og þátttaka kvenna á vinnumarkaði hefur gert fyrir lífsgæði okkar. Og við viljum gera enn betur. Og lokatamarkið er að jafnrétti náist í öllum löndum, sagði Guðlaugur Þór.

Konur yfirgáfu Volvo 

Hugmyndin um að búa til rými fyrir jafnréttisumræðu milli karla var þróuð á Íslandi og hefur verið reynd víðsvegar í heiminum.

Þann 12. október var fyrsta Rakarastofuráðstefnan haldin í Kaupmannahöfn og var hún skipulögð af Norrænu ráðherranefndinni og UN Women.

Í pontu stóðu karlar eins og Peter Grönberg frá Volvo og Sari Brody frá Ikea og greindu frá markvissu jafnréttisstarfi fyrirtækja sinna. Volvo hefur glímt við það vandamál að konur hafa ekki þrifist í þeirri fyrirtækjamenningu sem ríkir og hafa yfirgefið fyrirtækið. Um þessar mundir fara allir karlmenn í yfirstjórn fyrirtækisins í gegnum námskeið sem á að auka meðvitund þeirra um karlamenningu og staðalímyndir.  

- Ef við viljum vera besta fyrirtækið í okkar geira þá verðum við að vera skapandi. Þegar karlmenn eru ráðandi í yfirstjórninni þá verður hún ekki sérstaklega skapandi, hlutirnir snúast mest um að viðhalda í stigveldinu. Við verðum ekki skapandi fyrir en stjórnendahóparnir eru orðnir blandaðir og fólk þorir að vera það sjálft. Margir karlmenn í stjórnunarstörfum hjá Volvo hafa sagt að námskeiðið um staðalímyndir kynja hafi breytt lífi þeirra, sagði Peter Grönberg.  

Að reikna er bara fyrsta skrefið

Í Ikea þar sem eru 150.000 starfsmenn í 29 löndum er markmiðið að ná jöfnu hlutfalli kynja í öllum stjórnendahópum og sömu laun fyrir sambærileg störf árið 2020.

- En þegar við höfum náð jöfnu kynjahlutfalli í stjórnendahópunum í öllum löndunum þá er vinnan bara rétt að hefjast. Þá verðum við að fara að vinna með fyrirtækjamenninguna. Við miðum starf okkar við það að jafnrétti sé grundvallarmannréttindi, sagði Sari Brody.

Ein leið Ikea til að vinna með fyrirtækjamenninguna er að bjóða nýorðnum mæðrum og feðrum, meðal annars í Indlandi, Japan og Bandaríkjunum, launað fæðingarorlof og hvetja karlmenn sérstaklega til þess að nýta orlofið.  

Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur lýsti markmiðum og árangursríku starfi við að útrýma með öllu óútskýrðan launamun milli kvenna og karla í fyrirtækinu, vinnu sem hófst eftir bankahrunið á Íslandi.

Jafnlaunavottun notuð

Óútskýrður launamunur milli kvenna og karla í fyrirtækinu hefur farið úr 8,4 prósentum í 1,1 prósent.

- Við verðum komin niður í núll fyrir árslok. Við höfum líka unnið mikið með menninguna í fyrirtækinu og haft upp úr því aukna framleiðni, betri ákvarðanir og opnari ákvarðanatökuferli. Öll spil eru á borðinu og engin er dulin markmið, sagði Bjarni Bjarnason.

Orkuveita Reykjavíkur hefur tekið þátt í þróun jafnlaunavottunar sem öll stærri fyrirtæki á Íslandi geta nýtt til þess að útrýma óútskýrðum launamun. Fyrr á árinu var jafnlaunavottun sett í lög á íslandi.  

-  Það er skylda framkvæmdastjórnarinna að verkstýra jafnréttisferlinu, sagði Bjarni Bjarnason að lokum.

Klas Hylander, verkfræðingur og ráðgjafi sem stendur að stjórnendanámi í jafnrétti staðfesti að það það skipti máli að þrýsta á framkvæmdastjórnir fyrirtækjanna.   

- Staðan í viðskiptageiranum er verri en í öðrum geirum, forstjórarnir verða að gera betur. Þeir nýta ekki þá krafta sem eru fyrir hendi í fyrirtækinu. Það er dýrt fyrir allt samfélagið þegar fyrirtæki útiloka stóran hluta fólks, sagði Klas Hyllander.

Stelpur í raungreinar, strákar í umönnun 

Til þess að fyrirtækin geti fullnýtt krafta - til dæmis mikla menntun kvenna - verða karlarnir að taka á sig helming hinna ólaunuðu starfa heima fyrir, sagði Gary Barker, stofnandi samtakanna Promundo.

- Meginskýringin á minni atvinnuþátttöku kvenna í öllum heiminum er að konur taka á sig meiri ábyrgð þegar kemur að umönnun barna og heimilinu, sagði hann.

Tvær aðgerðir ættu að vera í algerum pólitískum forgangi að mati Gary Baker. Að ala allt ungt fólk, óháð kyni, upp til þess að gera hvort tveggja að vera fyrirvinnur og sinna umönnun. Og að „þvinga“ nýorðna feður til þess að vera heima með börnum sínum.

- Við verjum miklum tíma í að sannfæra stúlkur um að þær geti aflað sér allskonar tæknilegrar menntunar en hversu miklum tíma verjum við til þess að sannfæra drengi um að þeir eigi að sinna umönnun bæði heima við og í starfi?  sagði hann.

Feðraorlof virkar

Meðan er launabil milli kynja og meðan kynhlutverk móta líf fólks munu konur taka á sig meirihluta vinnunnar við umönnun barna, sagði hann. Þess vegna ætti fæðingarorlofið að vera á fullum launum og því ætti að skipta til jafns milli foreldranna.

- Þróunin í jafnréttisátt er hraðari í þeim löndum sem gera þetta. Og stjórnmálamenn sem taka slíkar ákvarðanir hafa tilhneigingu til þess að verða endurkjörnir.