Lumar þú á þéttbýlisáskorun?

06.03.15 | Fréttir
Er verið að vinna að spennandi skipulagsverkefni á ákveðnu svæði í heimaborg þinni? Verkefnið Nordic Built Cities Challenge býður þátttakendum einstakt tækifæri til að nýta sér þvervísindalegar og nýstárlegar lausnir í borgarskipulagi frá öllum Norðurlöndunum.

Norræna nýsköpunarmiðstöðin, stofnun Norrænu ráðherranefndarinnar um atvinnulíf og viðskipti á öllum Norðurlöndum, hefur ýtt úr vör Nordic Built Cities Challenge – opinni, þarfatengdri samkeppni sem gengur út á að þróa og sjá fyrir sér snjallar, eftirsóknarverðar og sjálfbærar borgir. Samkeppnin stendur frá mars 2015 til september 2016.

Við óskum eftir þéttbýlisáskorunum frá öllum norrænu löndunum að Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi meðtöldum. Þegar norræn dómnefnd hefur tilnefnt allt að átta (8) þéttbýlisþróunarverkefni mun Norræna nýsköpunarmiðstöðin velja þau úr sem verða til grundvallar í Nordic Built Cities Challenge.

Aðstandendur verkefnanna munu standa fyrir samkeppni á eigin heimaslóðum, sem hefjast í september 2015, þar sem aðilar byggingageirans og tengdra atvinnugreina geta kynnt nýskapandi lausnir á áskorunum sem borgirnar standa frammi fyrir. Lausnirnar eiga að vera markvissar, mælanlegar og framkvæmanlegar innan 2–4 ára. Þær eiga að miða að því að gera borgir snjallar, eftirsóknarverðar og sjálfbærar.

Einn (1) vinningshafi úr hverri svæðiskeppni fær tækifæri til að gera hugmynd sína að veruleika í samráði við eigendur verkefnisins. Norræna dómnefndin velur svo vinningshafa Nordic Built Cities Challenge úr hópi svæðisbundnu vinningshafanna. Í verðlaun eru 1,2 milljónir norskra króna.

Hvað bjóðum við eigendum verkefnanna?

  • Beina fjármögnun, allt að 800.000 no. kr., vegna umsjónar og stjórnunar keppninnar. Fjármagnið er tengt borgarskipulagsverkefninu.
  • Nýskapandi og þvervísindalegar lausnir á borgaráskorun.
  • Umfjöllun og markaðssetningu.
  • Aðgengi að alþjóðlegu samstarfsneti sérfræðinga.
  • Viðmiðasetningu og þekkingarmiðlun með öðrum norrænum borgarþróunarverkefnum.
  • Norræna nýsköpunarmiðstöðin mun veita allt að fjórum þeirra verkefna sem keppa til úrslita á hverju svæði 1,2 milljónir no. kr., svo þau geti þróað úrlausnir sínar áfram.

Sendið okkur tillögu að borgarþróunarverkefni eða fáið nánari upplýsingar á www.nordicbuiltcities.org.

Frestur til að senda inn borgaráskorun rennur út 20. maí 2015.

Tengiliðir

Kristina Mårtensson
nýsköpunarráðgjafi hjá Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni og verkefnisstjóri Nordic Built Cities
s. (+47) 90 40 76 69
k.martensson@nordicinnovation.org

Hans Fridberg
nýsköpunarráðgjafi hjá Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni
s. (+47) 46 92 03 40
h.fridberg@nordicinnovation.org

Malin Kock
upplýsingaráðgjafi hjá Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni
s. (+47) 95 92 49 53
m.kock@nordicinnovation.org www.nordicinnovation.org