Norðurlönd leiðandi gegn sýklalyfjaónæmi

27.06.17 | Fréttir
Gris antibiotika
Þörf er á hnattrænu samstarfi og norrænni forystu til að mæta þeim sívaxandi viðfangsefnum sem tengjast ofnotkun sýklalyfja. Þetta voru skilaboðin frá þátttakendum á leiðtogafundi um sýklalyfjaónæmi sem fram fór í Ålesund þann 27. júní í tengslum við fund norrænu ráðherranefndarinnar um fiskveiðar og fiskeldi, landbúnað, matvæli og skógrækt.

Landbúnaðar- og matvælaráðherra Noregs, Jon Georg Dale, sló tóninn fyrir umræður dagsins í upphafsræðu sinni:

„Sýklalyfjaónæmi er eitt stærsta viðfangsefnið sem heimurinn stendur frammi fyrir, og við verðum að grípa til markvissra aðgerða til að draga úr þeim alvarlegu afleiðingum sem misnotkun sýklalyfja hefur í för með sér.“

Jon Georg Dale, Bent Høie, heilbrigðismálaráðherra Noregs, og Per Sandberg sjávarútvegsráðherra voru gestgjafar á leiðtogafundinum, sem sóttur var af alþjóðlegum sérfræðingum, stjórnmálafólki og öðru áhrifafólki.

Sýklalyfjaónæmi er eitt stærsta viðfangsefnið sem heimurinn stendur frammi fyrir, og við verðum að grípa til markvissra aðgerða til að draga úr þeim alvarlegu afleiðingum sem misnotkun sýklalyfja hefur í för með sér.

Aðgerðaáætlun Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins

Viðfangsefni tengd sýklalyfjaónæmi eru margslungin. Vytenis Andriukaitis, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins á sviði heilsu- og matvælaöryggis, líkti ástandinu við þögla flóðbylgju og sagði að við ættum á hættu efnahagskreppu sem gæti orðið alvarlegri en kreppan árið 2008.

Vytenis Andriukaitis lagði áherslu á mikilvægi fyrirbyggjandi aðgerða og kynnti þrjú áherslusvið aðgerðaáætlunar vegna sýklalyfjaónæmis, sem Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun kynna seinna í vikunni:

  • Að ESB verði það svæði þar sem bestu starfsvenjur tíðkast á sviði sýklalyfjanónæmis

     

  • Að efla rannsóknir, þróun og nýsköpun á sviði sýklalyfjaónæmis
  • Að móta hnattræna áætlun um málefni tengd sýklalyfjaónæmi
Norðurlönd eru í fremstu röð á þessu sviði og þið getið farið að deila reynslu ykkar; hvað þið hafið gert, hvernig þið hafið gert það og hvernig önnur lönd geti lært af því.

 

 

Reynslumiðlun forsenda árangurs

„Það má ekki vanmeta það hættuástand sem nú ríkir í heiminum,“ sagði Otto Cars prófessor. Viðfangsefnum á sviði sýklalyfjaónæmis svipar um margt til viðfangsefna á sviði loftslagsbreytinga, en munurinn er að ekki eru til önnur úrræði sem skipta mætti sýklalyfjum út fyrir, líkt og unnt er að skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir aðra kosti til að draga úr loftslagsbreytingum. Otto Cars segir þetta vandamál sem ekki sé hægt að leysa, aðeins takast á við, og skilaboð hans til þátttakenda voru skýr:

„Ef við horfum ekki á sýklalyfjaónæmi í hnattrænu samhengi mun okkur mistakast, og ef við styðjum ekki lönd þar sem meðaltekjur eru lágar eða í meðallagi mun okkur mistakast.“

Norðurlönd í fremstu röð

Sýklalyfjaónæmi getur orðið banabiti fólks með sýkingar. Það á upptök sín í dýrum, ofnotkun fólks á sýklalyfjum og ofnotkun sem smitar frá sér út í umhverfið. Sally Davies prófessor væntir þess að norrænu löndin taki sér alþjóðlegt forystuhlutverk í þessum efnum:

„Norðurlönd hafa sennilega lægstu tíðni sýklalyfjameðferða í heiminum, sem þýðir að þið eruð í fremstu röð á þessu sviði og getið farið að deila reynslu ykkar; hvað þið hafið gert, hvernig þið hafið gert það og hvernig önnur lönd geti lært af því.“ 

Niðurstöður leiðtogafundarins verða kynntar fyrir norrænu ráðherrunum á sviði fiskveiða, fiskeldis, landbúnaðar, matvæla og skógræktar á ráðherrafundi miðvikudaginn 28. júní.

Dagskrá og beint streymi (Vefvarp norska landbúnaðar- og matvælaráðuneytisins)

Að ESB verði það svæði þar sem bestu starfsvenjur tíðkast á sviði sýklalyfjanónæmis