Norðurlöndin sterk á sviði stafrænnar tækniþróunar

24.01.18 | Fréttir
Digitalisering
Photographer
Matts Lindqvist
Stafræn tækniþróun er ekki markmið í sjálfu sér heldur er hún verkfæri til þess að ná markmiðum. Þetta sagði Michael Tetzschner, forseti Norðurlandaráðs, á fundi um stafræna væðingu í Stokkhólmi á miðvikudaginn. Fundurinn var haldinn í tengslum við janúarfund Norðurlandaráðs.

Stafræn tækniþróun er ofarlega á dagskrá í norrænu samstarfi og allar fjórar nefndir Norðurlandaráðs hafa stafræna tækniþróun á verkefnalista sínum. Á fundinum gafst nefndunum tækifæri til að kynna tillögur sínar um efnið, meðal annars samræmd rafræn auðkenni og tillögu um samstarf á sviði æðri menntunar og rannsókna í tengslum við stafræna tækniþróun.

Noregur sem fer með formennsku í Norðurlandaráði á þessu ári er einnig með stafræna tækniþróun sem þverlægt þema í starfsáætlun sinni.

„Mörg verkefni sem snúa að stafrænni tækniþróun ná þvert yfir landamæri og eru þess vegna vel til þess fallin að vera viðfangsefni Norðurlandaráðs,“ segir Michael Tetzschner, forseti ráðsins.

Árið 2030 geta almennir borgarar búist við samfélagi þar sem stafræn tækniþróun hefur á margvíslegan hátt sett mark sitt á heilbrigðisþjónustuna, menntakerfið, lýðræðið og innviðina.

Pallborð með sérfræðingum

Í pallborðinu sátu sérfræðingar um stafræna tækniþróun, meðal annarra Claudia Olsson sem World Economic Forum útnefndi í fyrra Young Global Leader. Umræðuefni hennar var Norðurlönd 2030 og var það skoðun hennar að Norðurlöndin byggju við „framúrskarandi skilyrði“ á þessu sviði.

„Árið 2030 geta almennir borgarar búist við samfélagi þar sem stafræn tækniþróun þróun hefur á margvíslegan hátt sett mark sitt á heilbrigðisþjónustuna, menntakerfið, lýðræðið og innviðina,“ sagði Olsson.

Jan Gulliksen, prófessor við Konunglega tækniháskólann í Stokkhólmi, lagði einnig áherslu á sterka stöðu Norðurlandanna.

„Norðurlöndin eru best í heimi í mörgum þeim samanburðarrannsóknum sem gerðar hafa verið um stafræna tækniþróun. Ef við leggjumst á eitt og tökum það besta frá öllum Norðurlöndunum myndum við saman ósigrandi lið. Ég tel það skipta mála að horfast í augu við þær breytingar sem nú eiga sér stað og skilja að þetta eru breytingar sem ná til allra. Hún mun hafa áhrif á alla.“

Áhrif á lýðræðið

Ulf Bjereld, prófessor í stjórnmálafræði við Gautaborgarháskóla, beindi orðum sínum að stafrænni tækniþróun og lýðræði og sagði að stafræn tækniþróun héldist í hendur við aukna einstaklingsmiðun í samfélaginu.

Hann lagði áherslu á tvær stórar áskoranir varðandi stafræna tækniþróun, annars vegar að staða stjórnmálaflokka sem vettvangur fyrir pólitískan þátttöku borgaranna hefur verið veikst verulega og hins vegar að stafræn tækniþróun hefur þegar virkjað almenna borgara til pólitískrar þátttöku í mismunandi tengslanetum.

„Það skiptir máli fyrir stjórnmálaflokka að þeir nýti sér möguleika stafrænnar tækniþróunar á markvissari hátt.

Ný ráðherranefnd um stafræna tækniþróun

Stafræn tækniþróun er einnig forgangsmál hjá Norrænu ráðherranefndinni. Ráðherra stafrænnar tækniþróunar í Svíþjóð sat einnig í pallborðinu og vakti meðal annars athygli á nýstofnaðri norrænni ráðherranefnd um stafræna tækniþróun, MR-digital.

„Löndin eru smá, hvert og eitt, en saman geta Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin verið leiðandi og í forystu í Evrópu. Og ef okkur tekst að leiða Evrópu áfram þá getur Evrópa tekið skrefið og verið í forystu á heimsvísu. Ég held að við verðum að reyna að vera í fararbroddi í þessum umbreytingum ef við eigum að njóta þeirra kosta sem stafræn tækniþróun hefur í för með sér,“ sagði Peter Eriksson.