Norrænar aðgerðir í anda heimsmarkmiðanna - nýtt tölublað af Green Growth the Nordic Way

11.09.17 | Fréttir
Café med mennesker
Photographer
Yadid Levy/Norden.org
Sjálfbær neysla og framleiðsla eru tvö svið þar sem Norðurlandaþjóðirnar verða að taka sig á ef þær ætla sér að ná heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Í nýju tölublaði „Green Growth the Nordic Way“ er greint frá ljónum á veginum að markmiðum ársins 2030 og hvað hægt er ð gera í norrænu samstarfi til að beina þróuninni í rétta átt.

Fjallað er um kortlagningarverkefnið Bumps on the Road to 2030 sem sýnir sameiginleg viðfangsefni Norðurlanda viðvíkjandi heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Sagt er frá nýju samnorrænu verkefni, Generation 2030, þar sem sjálfbær neysla og framleiðsla eru í brennidepli.

Þá má lesa um traust sem kallað er norræna gullið, hvernig endurvinnsla veiðarfæra getur komið í stað drauganeta og hvers vegna Jorma Ollila, fyrrum framkvæmdastjóri Nokia, vill sjá meiri samlegð í norrænu samstarfi á sviði orkumála.