Ný norræn skýrsla: Finnland og Danmörku í forystu í nýsköpun á Norðurlöndum

16.02.18 | Fréttir
Slush 2016
Photographer
Matts Lindqvist
Ný skýrsla frá Norrænu ráðherranefndinni, State of the Nordic Region, greinir lykiltölur frá Norðurlandaþjóðunum og ber saman þvert á landamæri og svæði. Tölurnar sýna að staða Norðurlandanna er áfram sterk á sviði nýsköpunar og að Finnland og Danmörku hafa þar forystu.

Knúin áfram af Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð eru Norðurlöndin áfram meðal leiðandi þjóða í Evrópusambandinu - og á heimsvísu - þegar kemur að nýsköpun.

Sé rýnt í tölur Evrópusambandsins um vísitölu vistvænnar nýsköpunar má finna Finnland í glæsilegri forystu með 137 stig miðað við meðaltalið 100 í Evrópu. Danmörk er í öðru sæti með 126 stig og Svíþjóð nær 115 stigum. Norðurlandaþjóðir verma sem sagt efstu þrjú sætin með Finnland á toppnum.

Evrópsk samkeppni

Taka verður inn í myndina að utan Norðurlanda eru lönd sem standa sig afar vel og eru farin að nálgast hin sterku Norðurlönd. Meðal þeirra eru lönd sem áður hafa verið neðarlega á lista, svo sem Lettland, Litháen, Slóvakía, Grikkland og Portúgal. Hins vegar hafa Norðurlöndin tekið enn frekar fram úr löndum sem áður voru harðir keppinautar á sviði grænna lausna, svo sem Austurríki, Belgía og Holland.

Sé litið á hið svo kallaða European Innovation Scoreboard sem er opinber kvarði Evrópusambandsins um nýsköpun einstakra þjóða og byggir á 18 gildum en þar hefur meðaltalið í Evrópusambandinu árið 2010 verið fastsett í tölunni 100, þá eru allar Norðurlandaþjóðirnar vel yfir meðaltali.

Hér leiðir Svíþjóð með 143 stig í síðustu mælingu á mestu nýsköpunarþjóð Norðurlanda og Danmörk kemur næst með 138 stig. Í þessari mælingu hefur Finnland 131 stig en Noregur hefur lyft sér glæsilega úr 100 í 117 stig milli mælinga.

Svæðin leggja áherslu á rannsóknir

Sú áhersla sem hefur verið lögð á að fjármagna rannsóknir á Norðurlöndum getur verið ein meginástæða þess hversu sterk löndin eru á sviði nýsköpunar. Og á þessu sviði má sjá augljósan vöxt í skýrslunni. Sé litið til fjárfestingar á svæðunum í rannsóknum og þróun á árunum 2007 til 2015 hefur verið greinileg aukning á meginsviðunum.

Því miður hefur dregið úr fjárfestingu í stórum hlutum Finnlands andstætt öðrum svæðum á Norðurlöndum, sums staðar er samdrátturinn allt upp í 6% Til samanburðar hefur verið meira ein 6% aukning í fjárfestingu í rannsóknum á svæðum eins og Suður- og Mið-Jótlandi í Danmörku, í Stokkhólmi, Málmey og sömuleiðis á Óslóarsvæðinu, Suður-Noregi og í öllum norðurhluta Noregs.

Norræn þekkingarmiðlun

State of the Nordic Region kemur út annað hvert ár og á að vera framlag Norrænu ráðherranefndarinnar til almennrar uppfærslu á þekkingu og innsýn norrænna ráðamanna.

Í skýrslunni er ljósi varpað á og útskýrðir bæði þættir sem hafa gengið vel og áskoranir á sviðum samfélagsins sem máli skipta. Þetta er norrænt samstarf eins og það gerist berst

„Í State of the Nordic Region er stillt upp þekkingu og upplýsingum sem veita heildarmynd af þeirri þróun sem á sér stað á Norðurlöndum og styðja stefnumótun þeirra sem ákvarðanirnar taka. Í skýrslunni er ljósi varpað á og útskýrðir bæði þættir sem hafa gengið vel og áskoranir á sviðum samfélagsins sem máli skipta. Þetta er norrænt samstarf eins og það gerist best,“ segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Fróðleiksmolar:

State of the Nordic Region er einstakt safn af gögnum frá öllum Norðurlöndunum sem sýna efnahag, lýðfræði, aðstæður á vinnumarkaði, menntun og margt fleira, sett fram með myndrænum hætti á sérstaklega hönnuðum landakortum. Skýrslan er gefin út annað hvert ár af Norrænu ráðherranefndinni og segja má að hún sé nokkurs konar hitamælir á svæði og sveitarfélög á Norðurlöndum. Liður í útgáfunni er að stilla upp svæðisbundinni væntingavísitölu sem búin er til af Nordregio, fræðastofnun ráðherranefndarinnar í skipulags- og byggðamálum og sýnir aðlögunarhæfni 74 svæða á Norðurlöndum út frá hefðbundnum, samanburðarhæfum tölfræðilegum breytum.

Contact information