Ný norræn skýrsla: Grænland er eina landið á Norðurlöndum þar sem fólki fækkar

09.02.18 | Fréttir
Grønland
Ljósmyndari
Imageselect.dk
Meðan fólki fjölgar á öðrum Norðurlöndum fækkar fólki á Grænandi og er það eitt Norðurlanda í þeirri stöðu.

Ný skýrsla frá Norrænu ráðherranefndinni, State of the Nordic Region, greinir lykiltölur frá Norðurlandaþjóðum og ber saman þvert á landamæri og svæði. Á Grænlandi sker fólksfækkunin sig sérstaklega úr. En landið raðast einnig lágt þegar litið er til menntundarstigs og hlutfalls fólks á vinnumarkaði.

Aftur á móti er Grænland eina landið á Norðurlöndum þar sem vinnuaflið hefur ekki minnkað hlutfallslega á síðustu tíu árum, heldur hefur hlutfall fólks á aldrinum 15 til 65 ára þvert á móti aukist lítillega.

Í State of the Nordic Region er varpað ljósi á margar áskoranir, og vandamál sem tengja má við lágt menntunarstig eru nú þegar til vandlegrar umræðu á Grænlandi.

„Í State of the Nordic Region er varpað ljósi á margar áskoranir, og vandamál sem tengja má við lágt menntunarstig eru nú þegar til vandlegrar umræðu á Grænlandi. Að því sögðu þá megum við ekki gleyma því að tækifæri eru til meira samstarfs á Norðurlöndum og að fyrir eru nokkur sterk tengslanet þar sem ríkir mikill áhugi á Norðurskautssvæðinu og ekki síður hinni miklu menningu sem stendur til boða á Grænlandi,“ segir Mats Bjerde, forstöðumaður NAPA, Norrænu stofnunarinnar á Grænlandi.

Staðan á Norðurlöndum

Sé litið á niðurstöðurnar í State of the Nordic Region má gleðjast yfir því að bæði efnahagsmál og vinnumarkaðurinn á Norðurlöndum stendur betur en að meðaltali í Evrópusambandinu. Í því samhengi gengur Norðurlöndunum einnig vel að laða að erlendar fjárfestingar, raunin er sú að 7% af beinni erlendri fjárfestingu í Evrópu rennur til Norðurlandanna þó að aðeins 4% íbúa Evrópu eigi þar heima.

Tvennt er það sem styður hinn trausta efnahag: Norðurlönd eru enn það svæði innan Evrópusambandsins þar sem stafræn tæknivæðing er lengst komin og enn eru Norðurlöndin sterkari en svæðin í kring þegar kemur að nýsköpun, þrátt fyrir að dregið hafi úr því forskoti. Þá bendir skýrslan til þess að stóra tækifærið liggi í lífhagkerfinu, þ.e.a.s. Í sjálfbærum vexti sem byggir á náttúruauðlindum.

Sé litið á tölfræðina eru þó einnig svæði þar sem ástæða er til að vera á varðbergi. Ibúarnir eldast þrátt fyrir fólksflutninga til Norðurlandanna. Aðfluttir setjast í vaxandi mæli að í og umhverfis stærstu borgirnar - og svo eru áskoranir varðandi aðlögun innflytjenda að vinnumarkaðinum.

Í skýrslunni er ljósi varpað á og útskýrðir bæði þættir sem hafa gengið vel og áskoranir á sviðum samfélagsins sem máli skipta. Þetta er norrænt samstarf eins og það gerist berst

Í State of the Nordic Region er stillt upp þekkingu og upplýsingum sem veita heildarmynd af þeirri þróun sem á sér stað á Norðurlöndum og styðja þau sem ákvarðanirnar taka við stefnumótun. Í skýrslunni er ljósi varpað á og útskýrðir bæði þættir sem hafa gengið vel og áskoranir á sviðum samfélagsins sem máli skipta. Þetta er norrænt samstarf eins og það gerist best,“ segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Fróðleiksmolar:

State of the Nordic Region er einstakt safn af gögnum frá öllum Norðurlöndunum sem sýna efnahag, lýðfræði, aðstæður á vinnumarkaði, menntun og margt fleira, sett fram með myndrænum hætti á sérstaklega hönnuðum landakortum. Skýrslan er gefin út annað hvert ár af Norrænu ráðherranefndinni og segja má að hún sé nokkurs konar hitamælir á svæði og sveitarfélög á Norðurlöndum. Liður í útgáfunni er að stilla upp svæðisbundinni væntingavísitölu sem búin er til af Nordregio, fræðastofnun ráðherranefndarinnar í skipulags- og byggðamálum og sýnir aðlögunarhæfni 74 svæða á Norðurlöndum út frá hefðbundnum, samanburðarhæfum tölfræðilegum breytum.

Heildarskýrslunni má hlaða niður hér:

Tengiliður