Nýtt tölublað veftímaritsins „Green Growth the Nordic Way“: Norræn samstarfsnet

10.04.14 | Fréttir
Folkemødet på Bornholm 2013
Photographer
norden.org/Thomas Glahn
Tengslamyndun og uppbygging samstarfs er hluti af kjarnastarfsemi alþjóðastofnana á borð við Norrænu ráðherranefndina. Í nýjasta tölublaði veftímaritsins „Green Growth the Nordic Way“ má fræðast um sumar þeirra aðferða sem við notum til að ná árangri með hjálp samstarfsneta.

Undir hatti norræns samstarf eru margar faglega sterkar og sérhæfðar stofnanir sem allar nota samstarfsnetin með ýmsum hætti til að tengja saman úrval fólks af sínum sviðum á Norðurlöndum. Þessi leið er farin á sviði rannsókna, nýsköpunar, byggða- og orkurannsókna, velferðarrannsókna og á sérhæfðari sviðum á borð við plöntuerfðafræði og heilsufræði.

Lífhagkerfið er vaxandi grein og þar gegnir Norræna ráðherranefndin mikilvægu hlutverki við uppbyggingu samstarfsneta á Norðurlöndum og á Eystrasaltssvæðinu og sem meginsamstarfsaðili Evrópusambandsins með yfirumsjón með starfi að málefnum lífhagkerfisins í tengslum við áætlun Evrópusambandsins fyrir Eystrasaltssvæðið.

Til þess að byggja upp samfélag sem byggir á lífrænum grunni þarf að hafa aukið samstarf þvert á samfélagssvið og landamæri og Norræna ráðherranefndin vonast til að geta lagt enn meira af mörkum til þess starfs á komandi árum. Tengslamyndun er mikilvægur hluti þessa verkefnis.

Lesa má um norræn samstarfsnet í nýjasta tölublaði veftímaritsins „Green Growth the Nordic Way“ á www.nordicway.org.

Gerist áskrifendur að veftímaritinu eða fylgist með okkur á facebook.