Varnarmálasamstarf Norðurlanda eflt

31.03.16 | Fréttir
Peter Christensen, varnarmálaráðherra Danmerkur og formaður NORDEFCO, varnarmálasamstarfs Norðurlanda, bauð starfssystkinum sínum frá Svíþjóð, Noregi, Ísland og Finnlandi til fundar um varnarmál í Friðriksbergshöll.

Að fundinum lokum sagði Peter Christensen, varnarmálaráðherra, samstarfsráðherra Norðurlanda og formaður norræna varnarmálasamstarfsins NORDEFCO, meðal annars:

„Vegna þeirra svæðisbundnu og alþjóðlegu áskorana sem við stöndum frammi fyrir nú eru norrænu löndin einhuga um að tími sé kominn til að efla varnarsamstarf Norðurlanda enn frekar. Undanfarna daga höfum við meðal annars rætt þá breyttu stöðu í öryggismálum sem komin er upp vegna aukinnar hernaðarstarfsemi Rússa á Eystrasaltssvæðinu, en hún veldur okkur öllum áhyggjum. Norðurlöndin fylgjast þess vegna öll vel með henni. Við þurfum að bregðast á gagnrýninn hátt við óútreiknanlegum aðgerðum Rússa á Eystrasaltssvæðinu. Við höfum gripið til ýmissa ráðstafana til að efla varnarmálasamstarf Norðurlanda. Nefna má aukið samstarfið um loftrýmisgæslu, sameiginleg örugg samskipti milli norrænu landanna og sameiginlegar heræfingar á svæðinu.“

Norrænu varnarmálaráðherrarnir samþykktu tillögu Dana um að opna fyrir aðgang herafla landanna að loftrými, hafssvæðum og landi hvers annars á friðartíma. Það er að sögn Christensens mikilvægt skref í þá átt að efla norrænt samstarf og auka öryggi á svæðinu.

Nánari upplýsingar um fundinn og sameiginlega yfirlýsingu ráðherranna er að finna á vef danska varnarmálaráðuneytisins: