The Amazing Truth about Queen Raquela

Eftir að hafa lesið um kynskiptinga í blaðagreinum fann Ólafur Jóhannesson kynskiptinginn Raquela á Netinu og hitti hana seinna á Filippseyjum. Heillaður af henni skrifaði hann kvikmyndahandrit sem byggði á persónu hennar.

„Þessi kvikmynd er ekkert annað en kraftaverk,” segir Ólafur.  „Hún var gerð með afar litlu fjármagni og það var mikil tilviljun að finna hina hæfileikaríku Raquela á götur Cebu borgar á Filippseyjum.” Kvikmyndinni hefur verið boðið á meira en 40 alþjóðlegar kvikmyndahátíðir og hefur hlotið fjölmörg verðlaun, svo sem Teddy verðlaunin fyrir bestu mynd í fullri lengd á kvikmyndahátíðinni í Berlín árið 2008.

Ágrip

Raquela er kynskiptingur frá Filippseyjum sem dreymir um að skipta á götum Cebu borgar og ævintýralífi í París. Til þess að láta drauminn rætast hættir hún vændi og snýr sér að hinu mun arðvænlegra netklámi. Frami hennar sem klámstjarna færir  henni nýja vini, þar á meðal Valerie, kynskipting á Íslandi og Michael, eiganda vefsíðunnar sem hún vinnur fyrir. Valerie hjálpar Raquela að komast til Íslands. Þaðan  býður Michael henni á stefnumót í París. Finnur Raquela svarið við draumum sínum í París? Og reynist Michael vera draumaprinsinn hennar?

Leikstjóri/handritshöfundur/framleiðandi – Ólafur Jóhannesson

Ólafur Jóhannesson sem fæddist í Búðardal hefur stundað kvikmyndagerð í rúman áratug. Fyrstu tvær heimildarmyndir hans Blindsker og Africa United unnu verðlaun sem bestu heimildarmyndir á Edduverðlaununum 2003 og 2004. Fyrsta leikna mynd hans The Amazing Truth about Queen Raquela (2008) hefur hlotið fjöldamörg verðlaun. Næsta leikna mynd hans var gamanmyndin Stóra Planið en í henni fóru margir af fremstu leikurum Íslands með hlutverk og einnig bandaríski leikarinn Michael Imperioli (The Sopranos).

Meðhöfundur/framleiðandi – Stefan Schaefer

Stefan Schaefer sem fæddur er í Bandaríkjunum hefur unnið við óháða kvikmyndagerð sem leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi í meira en 12 ár. Kvikmyndin Confess vann til verðlauna fyrir besta handrit á Hamptons International Film Festival og önnur mynd hans Arranged hefur verið sýnd á meira en 30 kvikmyndahátíðum. Schaefer hitti Ólaf árið 2003. Hingað til hafa þeir gert tvær leiknar kvikmyndir saman. The Amazing Truth about Queen Raquela og Stóra planið en auk þess hina nýstárlegu vísinda-vefseríu Circledrawers, 2009.

Framleiðandi – Helgi Sverrisson

Helgi Sverrisson hefur starfað sem kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi á Íslandi í meira en 20 ár. Mörg verkefna hans hafa verið fyrir Ríkissjónvarpið. Hann hefur framleitt þrjár mynda Ólafs Jóhannessonar.

Framleiðandi – Arleen Cuevas

Hin 29 ára gamla Arleen Cuevas frá Filippseyjum hefur verið afar virk sem framleiðandi í heimalandi sínu . Hún starfar oft með ungu kvikmyndagerðarmönnunum Adolfo Alix Jr og Raya Martin frá Filippseyjum.

Mikilvægar upplýsingar um framleiðslu

Frumtitill - The Amazing Truth about Queen Raquela

Leikstjóri - Ólafur de Fleur Jóhannesson

Handritshöfundar - Ólafur de Fleur og Stefan Schaefer

Aðalhlutverk - Raquela Rios, Stefan Schaefer, Brax Villa, Via Galudo

Framleiðandi: - Ólafur de Fleur Jóhannesson/Stefan Schaefer/Helgi Sverrisson/Arleen Cuevas

Framleiðslufyrirtæki - Poppoli Pictures

Lengd kvikmyndarinnar - 85 mínútur

Íslenskur dreifingaraðili - Samfilm

Sala á alþjóðamarkaði    Visit Films