Ida Lundén

Ida Lundén
Photographer
Norden.org
Tilnefnd fyrir verkið „Songs my mothers taught me“

Ida Lundén er eitt frumlegasta og áhugaverðasta tónskáld Svía um þessar mundir. Hún er nútímalegt tónskáld sem notar hvort tveggja kímnigáfu og alvöru til að skapa eigin hljóðheima sem rúma allt frá kontrabassa til plastúrgangs á strönd. Með léttleika og óttalaus, búin sterkri tilfinningu fyrir forminu og tæknilegri færni tekst hún á við allt frá einföldustu vísum til flóknustu tónlistarlegrar tjáningar.

Með verkinu „Song my mothers taught me“ fara Lundén og sellóleikarinn Hanna Dahlkvist með áheyrendur í sérstætt tímaferðalag frá fortíð til samtíðar. Tónlist hinna gleymdu fær að koma fram í dagsljósið og vakna til lífs að nýju í ótrúlega fallegu og sérstæðu verki sem í senn virðist kunnuglegt og framandi, jafn upprunalegt og og það er nýtt.