Louis Jensen og Lilian Brøgger

Louis Jensen
Photographer
Forlaget Gyldendal
Louis Jensen og Lilian Brøgger (myndir): Halli Hallo! Så er der nye firkantede historier (Hæ! Halló! Þá eru komnar nýjar ferkantaðar sögur). Gyldendal 2012

Einu sinni var danskur rithöfundur og arkitekt sem ákvað að láta orð sín skapa líf, ævintýri og skáldskap í 1001 ferningi. Það gerðist á því herrans ári 1992 þegar fyrstu hundrað sögurnar rötuðu til mannsins sem ætlaði að búa þeim heimili með því að láta þær flytja inn í bók þar sem hver fékk sinn ferning. Arkitektinn og rithöfundurinn, sem ber ættarnafnið Jensen og fornafnið Louis, hafði næmið og hæfileikann sem þurfti til að skálda fjöldann allan af mjúkum og kringlóttum heimum til að fylla út ferkantaða rammana. Til að færa sönnur á að orðin segðu frá holdi klæddum, ævintýralegum veruleikanum teiknaði Lilian Brøgger fallegar myndir af þessu öllu í súrrealískum stíl sem fleyttu frásögninni áfram.

Á því herrans ári 2012 gerðist það í sjöunda sinn að hundrað nýir ferningar buðu upp á húsaskjól fyrir tré og hund og kött og önd og nef og hjarta og fingur og sál og lönd og bæi og allt annað sem til samans bjó til heilsteyptar myndir af lífi með húmor og alvöru og það sem tendur þar mitt á milli en báru samtímis kveðju frá H. C. Andersen, Lewis Caroll. E. T. A. Hoffmann og öðrum stórskáldum til allra barna og fullorðinna sem bara langar til að lesa.

Svo ekkert fari milli mála: 
Hér er að finna allrabestu orð sem fyrirfinnast í dönskum barnabókmenntum. Þessi orð opna dyrnar í ferningunum sínum svo augu, hjarta og nef lesandans fái leiðsögn um ævintýralegt fjölleikahús heimsins. Töfrandi myndir myndskreytisins Lilian Brøgger fanga allar þessar ferköntuðu sögur.  Þetta eru myndir sem skilja ekki orðin einsömul eftir. Hæ! Halló! Hér eru 100 glænýjar sögur. Allar alveg einstakar. Þetta er alveg makalaust afrek.