Minna Leinonen
Rökstuðningur
Alma! (2019–2020) er hreyfiópera fyrir söngvara, dansara og hljómsveit eftir Minnu Leinonen tónskáld, Petri Kekonin danshöfund og leikstjóra og Hönnu Weselius textahöfund. Í henni er sögð saga þriggja kvenna sem allar búa yfir sterkum tilfinningum, en þær eru Alma Mahler tónskáld auk Lögfræðingsins og myndlistarkonunnar Aino, sem eru uppi í nútímanum.
Tónlist Minnu Leinonen bindur þetta fjöllistaverk um stöðu konunnar í fortíð og nútíð saman í náttúrulega heild sem heldur hlustandanum hugföngnum. Tónlistarleg tjáning Leinonen er persónuleg og fíngerð og hin mismunandi tímasvið frásagnarinnar ganga hnökralaust upp. Tjáningarríkur leikur hljómsveitarinnar, þar sem leikið er á flautu, víóla da gamba, slagverk og píanó, spannar allt frá hrífandi ákefð yfir í hjartaskerandi fegurð.
Minna Leinonen (f. 1977) er þekkt fyrir tónsmíðar undir áhrifum frá ýmsum fyrirbærum utan tónlistarinnar, svo sem hlutum úr hversdeginum, bókmenntum eða náttúrufyrirbærum. Verk hennar hafa m.a. verið flutt af sinfóníuhljómsveit finnska ríkisútvarpsins, fílharmóníusveitinni í Tampere, fílharmóníusveit BBC, ICE ensemble og fjölda norrænna hljómsveita. Leinonen vinnur nú að doktorsverkefni sínu við Síbelíusarakademíu Listaháskólans í Helsinki. Umsagnir gagnrýnenda um frumflutning á óperunni Alma! voru á þá leið að hún væri mikilvægt tímamótaverk á tónsmíðaferli Leinonen.
Tengill