Verðlaunahafi 1997

Stofnun um framleiðsluþróun (Instituttet for Produktudvikling (IPU)), Danmarks Tekniske Universitet, Danmörku

IPU hlaut verðlauni fyrir leiðtogahlutverk sitt í UMIP-verkefninu. UMIP stendur fyrir þróun umhverfisvænna iðnaðarvara (Udvikling af Miljøvenlige Industri Produkter) og hefur verkefnið meðal annars getið af sér aðferð til þess að meta umhverfisáhrif vörutegunda og aðferð til að byggja á umhverfisvænan hátt.

Það hefur einnig leitt til gagnagrunns fyrir umhverfismál og frumgerð að tölvuforriti.

Mikilvægt er einnig að verkefnið hefur haft í för með sér mikinn fjölda endurbættra vörutegunda. Bang & Olufsen A/S, Danfoss A/S, Gram A/S, Grundfos A/S og Kew Industry A/S hafa þannig nýtt sér UMIP við vöruþróun.