Verðlaunahafi 1999

Staðbundið starf að Staðardagskrá 21 Skrifstofa Staðardagskrár 21, samtökin Natur og Miljø, Álandseyjum

Rökstuðningur: Á skrifstofu Staðardagskrár 21, samtökunum Natur og Miljø, Álandseyjum starfa einn og hálfur starfsmaður og nokkrir staðbundnir hópar en skrifstofan fékk verðlaunin fyrir „að hafa tekist að mynda tengslanet í samfélaginu, sem grípur hugmyndir og breytir þeim í raunverulegt umhverfisstarf". Skrifstofan hefur meðal annars staðið fyrir mjög vel heppnaðri upplýsingaherferð um kosti þess að neyta vöru sem framleidd er á svæðinu auk þess að standa fyrir herferð um bætt vatnsgæði. Með því að halda samkeppni, sem fólst í því að skrifa „ástarljóð" til Eystrsaltsins var vakin athygli á óhefðbundinn hátt á þeim umhverfisógnum sem steðja að Eystrsaltinu.