Eivør Pálsdóttir

Eivør Pálsdóttir

Eivør Pálsdóttir

Ljósmyndari
Sigga Ella
Eivør Pálsdóttir er á meðal hinna 13 listamanna og hópa sem tilnefndir eru til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2021.

Rökstuðningur:

Eivør hefur sterkar rætur í tónlistarhefð heimalands síns og hefur jafnframt markað sér alþjóðlegan sess sem tónlistarkona í fremstu röð með tilkomumikið radd- og tjáningarsvið.

Óháð tískustraumum hefur hún fundið sannfærandi leiðir til að endurnýja hefðbundna tónlistartjáningu af listrænum heilindum.

Með mikilfenglegu raddsviði sínu og sterkri sviðsframkomu getur hún heillað hvaða áheyrendahóp sem er.
Auk gríðarlegra hæfileika til að syngja á sviði hefur Eivør sýnt það og sannað að hún er ekki síður góður lagahöfundur og framleiðandi.
Áheyrendur hennar hafa orðið vitni að stöðugum vexti og framþróun í verkum hennar allar götur síðan hún kvaddi sér fyrst hljóðs í tónlistinni á unglingsaldri fyrir rúmum tveimur áratugum.