Ungt fólk, sjálfbær ferðaþjónusta og lífríki hafsins eru þau málefnasvið sem Ísland hefur sett í forgang í formennskuáætlun sinni í Norrænu ráðherranefndinni fyrir árið 2019. Meðal formennskuverkefna eru verkefni er varða forgangsmálefni á Norðurlöndum, á borð við jafnrétti, stafræna þróun og sjálfbæra þróun, ásamt heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.