Áhersla á heimsmarkmiðin í formennsku Íslands

30.10.18 | Fréttir
Islands Statsminister Katrín Jakobsdóttir

Islands Statsminister Katrín Jakobsdóttir

Ljósmyndari
Baldur Kristjáns
Ísland hyggst leggja áherslu á ungt fólk, sjálfbæra ferðamennsku og hafið með hliðsjón af heimsmarkmiðunum þegar landið tekur við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2019. Hugmyndir að norrænum lausnum eiga einnig að koma frá unga fólkinu sjálfu. Því þeirra er framtíðin.

Áherslusviðin sem eiga að stuðla að því að raungera markmið íslensku formennskunnar í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar árið 2019 eru:

  • Ungt fólk á Norðurlöndum
  • Sjálfbær ferðamennska í norðri
  • Hafið – blár vöxtur í norðri

„Yfirskrift íslensku formennskunnar í Norrænu ráðherranefndinni 2019 er Gagnvegir góðir. Hún er sótt í hið nærri þúsund ára gamla Eddukvæði, Hávamál,“ segir íslenski forsætisráðherrann, Katrín Jakobsdóttir, og heldur áfram: 

„Í formennsku Íslands árið 2019 verður lögð áhersla á þrjú svið; ungt fólk, hafið og sjálfbæra ferðaþjónustu. Og heimsmarkmiðin verða leiðarljós okkar.

Í formennsku Íslands árið 2019 verður lögð áhersla á þrjú svið; ungt fólk, hafið og sjálfbæra ferðaþjónustu. Og heimsmarkmiðin verða leiðarljós okkar.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands

Ungt fólk á Norðurlöndum

Framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar er að Norðurlönd eigi að vera besti staður í heimi fyrir börn og ungmenni. Norrænu ríkin bera ábyrgð á yngstu borgurunum sínum. Bæði þeim sem eru fæddir hér og þeim sem hafa ferðast hingað. Þess vegna verður í íslensku formennskunni lögð áhersla á ungt fólk á sviði menntunar, menningar og heilbrigði. Ungu fólki og æskulýðssamtökum verður boðið að taka þátt í samstarfinu, bæði á þessu sviði og á hinum tveimur áherslusviðunum.

Idéerne til de nordiske løsninger skal også komme fra de unge selv. For fremtiden er deres.

Idéerne til de nordiske løsninger, skal også komme fra de unge selv. For fremtiden er deres.

Sjálfbær ferðamennska í norðri

Ferðamennska á Norðurlöndum hefur verið í örum vexti undanfarin ár. Samspilið milli náttúru, menningar og sögu ásamt fjárfestingu í innviðum hefur skapað mikinn vöxt í ferðaþjónustunni. En heilbrigt jafnvægi milli vaxtar og verndar gegnum sjálfbæra ferðamennsku verður að vera fyrir hendi. Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun eru leiðarljós Íslands í formennskuáætluninni. Og einnig hér gegnir unga fólkið lykilhlutverki varðandi innleiðingu heimsmarkmiðanna. 
 

Verdensmålet for bæredygtig udvikling er en ledestjerne i Islands formandskabsprogram.

Verdensmålet for bæredygtig udvikling er en ledestjerne i Islands formandskabsprogram.

Hafið – blár vöxtur í norðri

Hafið leggur grunn að velferð og gildum og gegnir miklu hlutverki í náttúru, menningu og viðskiptum um öll Norðurlönd. Hafið mun áfram leggja af mörkum til þessa en Norðurlöndin þurfa að vinna að því að það verði með sjálfbærum hætti til þess að vernda auðlindir hafsins. Áhersla verður lögð á plast og lífhagkerfið og ungum frumkvöðlum er ætlað að þróa nýjar lausnir á vandamálum í höfunum í samstarfi við norræna nýsköpunarsamfélagið.

Havet er en kilde til velfærd og værdier og har stor betydning for hele Nordens natur, kultur og handel.

Havet er en kilde til velfærd og værdier og har stor betydning for hele Nordens natur, kultur og handel.

Norræn skref til að ná heimsmarkmiðunum

Áherslusviðin þrjú í áætluninni mynda lausnamiðaðan grunn í íslensku formennskunni,  á Norðurlöndum sem taka stöðugum breytingum.

„Örar breytingar á samfélagi okkar kalla á samstarf um nýjar lausnir. Ísland hlakkar til fomennskunnar árið 2019 af því að Norðurlöndin koma okkur öllum við,“ segir Auðunn Atlason sem stýrir, norrænu skrifstofunni á Íslandi.

Í íslensku formennskunni er tekið enn eitt norrænt skref í átt að sjálfbærri framtíð. Árið 2017 samþykktu samstarfsráðherrar Norðurlanda áætlunina „2030-kynslóðin“. Áætluninni er ætlað að stuðla að samstarfi um sameiginlegar áskoranir Norðurlandanna í Dagskrá 2030 og 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.