Formennskuáætlun Noregs í Norðurlandaráði 2023

Forgangsverkefni í formennskuáætlun Noregs er örugg, græn og ung Norðurlönd. Þetta eru mikilvæg málefnasvið á tímum þar sem stríð geysar í Evrópu og við stöndum frammi fyrir loftslagsvá og orkukrísu. Það er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að við á Norðurlöndum stöndum saman. Ungt fólk er framtíðin og mikilvægir þátttakendur í samfélögum okkar og lýðræðinu.

Formennskuáætlun Noregs í Norðurlandaráði 2023 (pdf)