Formennskuáætlun Noregs í Norðurlandaráði 2023
Ljósmyndari
Magnus Fröderberg/Norden.org
Forgangsverkefni í formennskuáætlun Noregs er örugg, græn og ung Norðurlönd. Þetta eru mikilvæg málefnasvið á tímum þar sem stríð geysar í Evrópu og við stöndum frammi fyrir loftslagsvá og orkukrísu. Það er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að við á Norðurlöndum stöndum saman. Ungt fólk er framtíðin og mikilvægir þátttakendur í samfélögum okkar og lýðræðinu.
Miklu máli skiptir að koma upp nýjum orkugjöfum. Norðurlönd eiga að vera brautryðjendur. Lögð er áhersla á afhendingaröryggi aðfanga á borð við raforku, matvæli, lyf og lækningabúnað í öflugu norrænu samstarfi. Undir formennsku Noregs verður fylgt eftir yfirstandandi vinnu við að koma á nánara samstarfi í viðbúnaðarmálum svo að Norðurlönd geti betur tekist á við hættuástand. Þá verðu lífi haldið í samtalinu um norrænt samstarf í varnarmálum og hvað það hefur í för með sér að öll norrænu ríkin verði aðilar að NATO.
Við verðum að vinna saman að því að tryggja menntun ungs fólks, atvinnu og þátttöku þess í samfélaginu. Örugg og græn Norðurlönd eru forsenda fyrir framtíð unga fólksins.