BAT - Besta fáanlega tækni til að draga úr álagi á umhverfið.

Samnorræn verkefni varðandi BAT

Upplýsingar

Publish date
Abstract
Á Norðurlöndunum er löng hefð fyrir samvinnu og einkum og sér í lagi á umhverfissviðinu. Það hefur reynst löndunum hverju fyrir sig gagnlegt og hafa Norðurlöndin tekið þátt í að móta þróunina á alþjóðavísu. Eitt af sviðum þar sem Norðurlöndin hafa haft mikil áhrif, varðar skilgreininguna og lýsinguna á BAT- Best Available Techniques eða bestu fáanlegri tækni. Með sögulegu fordæmi sínu til að koma í veg fyrir umhverfisvandamál hafa Norðurlönd lagt mikið til í alþjóðlegra samninga um hvað það sé innan ákveðinna greina sem líta megi á sem BAT. í þessum bæklingi er sagt frá starfi og niðurstöðum BAT hópsins, bæði í tengslum við norræn og alþjóðleg markmið. Starf BAT hópsins hefur birst í fjölmörgum skýrslum sem koma að góðum notum fyrir yfirvöld, starfsgreinasamtök og fyrirtæki sem starfa með BAT.
Publication number
2008:706