Þing Norðurlandaráðs æskunnar 2023: Föstudagur

27.10.23 | Viðburður
Norðurlandaráð æskunnar (UNR) heldur árlegt þing frá föstudegi 27. október kl. 14.00 til sunnudags 29. október kl. 16.00 í Olsó í Noregi. Þema þingsins í ár er hafið.

Upplýsingar

Dates
27.10.2023
Time
14:00 - 22:00
Location

Stortinget, Oslo
Noregur

Type
Fundur Norðurlandaráðs æskunnar

14.00–15.00 Húsið opnar, innskráning

15.00–16.00 Þingið opnar: Kveðja frá forseta Norðurlandaráðs Jorodd Asphjell og ávarp frá Martin „Tintin“ Tesil, frá norska flughernum.

16.00–18.00: Praktísk atriði þingsins, formsatriði, greinargerð forsetans, greinargerð með efnahagsreikningum og það sem efst er á baugi í norrænni samvinnu.

19.00-22.00 Hittingur á Youngs

Breytingar á dagskrá eru mögulegar. Spurningum skal beint til skrifstofu UNR  með tölvupósti unr@pnn.fi eða í síma +358 407748107 (Ina Mickos).

 

Sé óskað eftir þátttöku á þingi UNR skal hafa samband við skrifstofu UNR  (unr@pnn.fi eða beint við Ina Mickos) og gefa upp alla þátttakendur svo að við getum látið Stórþingið vita.