Fundur fólksins 2022: Norrænar loftslagsaðgerðir – erum við samtaka?

16.09.22 | Viðburður
alt=""
Photographer
Paddy O'Sullivan (Unsplash)
Myndi samnorræn stefna í loftslagsmálum færa okkur nær markmiðinu um sjálfbær Norðurlönd? Og hvernig tryggjum við að sjónarmið barna og ungmenna, sem munu erfa afleiðingar loftslagsbreytinga, endurspeglist í stefnumótun?

Upplýsingar

Dates
16.09.2022
Time
14:00 - 14:40
Location

Fundur fólksins
The Nordic house
Reykjavík
Ísland

Type
Umræðufundur

Athugið: Tímasetningar miðast við íslenskan tíma.

Norðurlöndin hafa sameiginlegan metnað fyrir því að verða sjálfbærasta svæði í heimi fyrir árið 2030. Mikill árangur hefur náðst en þó eru enn mörg ljón í veginum fyrir grænum orkuskiptum. 

Eins hafa Norðurlöndin ólíkar loftslagsstefnur og -markmið. Á meðan Noregur og Ísland stefna að því að minnka losun um 55% (miðað við 1990) fyrir árið 2030 stefna Danir að því að draga úr losun um 70%.

Hins vegar leiddi rannsókn frá 2021 í ljós að yngri kynslóðir vilja aukið norrænt samstarf í loftslags- og umhverfismálum.

Ræðumaður:

  • Tinna Hallgrímsdóttir, Formaður Ungra umhverfissinna
  • Eva Dögg Davíðsdóttir, Norðurlandaráð æskunnar
  • Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri skrifstofu alþjóðamála og samþættingar hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu
  • Bryndís Haraldsdóttir, Formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs

 

Ræðustjóri: Gunnar Dofri Ólafsson