Norrænar og baltneskar lýðræðishátíðir 2022

alt=""
Photographer
norden.org
Norrænt samstarf verður með viðburði á fimm norrænum lýðræðishátíðum, þremur í Eystrasaltsríkjunum og einni evrópskri hátíð. Stjórnmálamenn, sérfræðingar og fulltrúar borgarasamfélagsins, ungs fólks og atvinnulífsins leiða saman hesta sína og ræða stjórnmál við almenning á Norðurlöndum.

Alltaf er mikið um að vera og skipst er á rökum, þekkingu og sjónarmiðum. Kastljósinu er beint að sameiginlegum úrlausnarefnum í okkar heimshluta ásamt norrænum lausnum sem stuðlað geta að því að skapa sjálfbærasta og samþættasta svæði heims.

Í ár gefst auk þess tækifæri til þess að sjá það sem gerist í tjöldum norræns samstarfs á þremur baltneskum lýðræðishátíðum auk einnar evrópskrar hátíðar.

Við hefjum leik á borgarafundinum Folkemødet á Borgundarhólmi í júní og endum á Fundi fólksins í Reykjavík í september. Alls verða haldnir 25 viðburðir þar sem yfir 100 manns taka þátt í pallborðsumræðum.

Hátíðir sem er lokið

16.–17. september 2022: Fundur fólksins á Íslandi

Lýðræðishátíðin Fundur fólksins verður haldin í og við Norræna húsið í Reykjavík.

Föstudaginn 16. september verður áherslan á börn og ungt fólk en laugardagurinn verður fyrir öll sem hafa áhuga. Báða dagana verða haldnir viðburðir þar sem sjónum verður sérstaklega beint að norrænu samstarfi.

alt=""
Photographer
Fundur fòlksins

2.–3. september 2022: BŪTENT! í Litháen 

Á lýðræðishátíðinni BŪTENT! („Makes sense!“) í Birštonas verður í ár á ný boðið til umræðna þar sem fólk frá pólitískum hreyfingum, fræðasamfélaginu, menningarsamtökum, einkareknum samtökum og atvinnulífinu kemur saman til að ræða þróun á mikilvægum sviðum, skiptast á hugmyndum og stofna til nýs samstarfs.

Skipst er á skoðunum og sjónarmið mótast, þökk sé fjölbreytni meðal þátttakenda. Markmiðið er að auka umburðarlyndi og efla lýðræðið.

25.–28. ágúst 2022: Political Festival of Europe

Í fjóra daga verða stjórnmál rædd út frá evrópsku sjónarhorni í Mariager í Danmörku. Political Festival of Europe fer fram árlega og er markmiðið að stefna saman almenningi í Evrópu til að ræða samfélagsmál og fagna evrópskum menningararfi og sögu.

15.–20. ágúst 2022: Arendalsvikan í Noregi

Lýðræðishátíðin í Arendal verður stærsta samkoma ársins fyrir áhugafólk um stjórnmál og samfélagsmál. Norræna ráðherranefndin verður á staðnum til að ræða norrænar áskoranir og lausnir sem miða að því að skapa sjálfbærasta og samþættasta svæði heims.

Verið velkomin í norræna tjaldið á Langbrygga í Arendal. Einnig má fylgjast með umræðunum í beinu streymi hvar sem er á Norðurlöndum.

alt=""
Photographer
Tor Erik Schrøder, NTB, Ritzau Scanpíx

12.–13. ágúst 2022: Arvamus-hátíðin í Eistlandi 

Arvamus-hátíðin í Eistlandi er fundarstaður fyrir allt samfélagið og er ætlað að stuðla að inngildingu og jafnrétti meðal fólks með ólíka sýn á heiminn. Markmiðið er að styrkja umræðumenningu og þekkingarmiðlun. Jafnt einstaklingar sem samtök geta staðið fyrir eða komið með hugmyndir að umræðum sem skilar sér í fjölbreytilegu efnisvali, allt frá þjóðaröryggi, stafvæðingu og nýsköpun til heilbrigðis- og félagsmála.

Arvamus-hátíðin er 10 ára á árinu 2022.

12.–16. júlí 2022: SuomiAreena í Finnlandi

Á lýðræðishátíðinni SuomiAreena verður finnsku þjóðinni á ný stefnt saman til stjórnmálaumræðna á stærsta vettvangi ársins fyrir opinberar umræður. Norrænt samstarf tekur þátt í umræðum um málefni líðandi stundar með aðkomu norrænna aðila í Björneborg alla daga frá 12.–16. júlí.

alt=""
Photographer
Maarit Laakkonen

3.–7. júlí 2022: Almedalsvikan í Svíþjóð

Almedalsvikan í ár verður haldin 3.–7. júlí. Visby opnar aftur eftir faraldurinn og býður sænsku þjóðina velkomna á fund ársins fyrir stjórnmálamenn og áhugafólk um stjórnmál.

Í ár hefur norrænt samstarf leik með umræðum um grænni orku og endar á umræðum um innrás Rússlands í Úkraínu og stöðu öryggismála á Norðurlöndum.

alt=""
Photographer
Malin Ericsson

1.–2. júlí 2022: LAMPA Conversation í Lettlandi 

Í ár verður hægt að fylgjast með viðburðum á lýðræðishátíðinni LAMPA Conversation í Lettlandi þar sem Norræna ráðherranefndin stendur fyrir nokkrum umræðum í samstarfi við norræna og lettneska aðila.

Frá árin 2015 hefur LAMP Conversation verið helsta viðburður ársins fyrir pólítískar umræður og skoðanaskipti fyrir íbúa Lettlands þar sem markmiðið er að styrkja lýðræði og þátttöku í samfélagsmálum.

16.–19. júní 2022: Folkemødet í Danmörku (lokið)

Borgarafundurinn, eða Folkemødet, á Borgundarhólmi markaði rammann um stjórnmálaumræður með þátttöku almennings. Norrænt samstarf tekur þátt með sex viðburðum sem tengjast málum sem eru í brennidepli ásamt fulltrúum í pallborði sem ræða áskoranir ársins 2022 og norrænar lausnir sem stuðla að því að skapa sjálfbærasta og samþættasta svæði heims.

alt=""
Photographer
Mads Claus Rasmussen, Ritzau Scanpix
Contact information