Orkuframboð á Norðurlöndum á óvissutímum – erindi frá sérfræðingum og pallborðsumræður

14.03.23 | Viðburður
Erindi frá sérfræðingum og pallborðsumræður um orkuframboð á Norðurlöndum á óvissutímum á þemaþingi Norðurlandaráðs 2023 í Reykjavík.

Upplýsingar

Dates
14.03.2023
Time
12:30 - 13:30
Location

Silfurberg
Ísland

Type
Umræðufundur

Hvernig eiga Norðurlönd að takast á við áskoranir þeirrar orkukreppu sem nú ríkir?

Í öllum norrænu löndunum er orkukreppan sem ríkir í Evrópu ofarlega á baugi. Staðan í öryggismálum með hliðsjón af innrás Rússa í Úkraínu er ein helsta ástæða kreppunnar. Norðurlönd standa frammi fyrir þríþættum vanda þar sem orkuöryggi, sjálfbærni og orkuverði er stillt upp hverju gegn öðru. Innan norræns samstarfs er vilji til að auka öryggi þegar kemur að orkuframboði á Norðurlöndum og um leið tryggja aðgengi að orku sem er bæði sjálfbær og efnahagslega réttlát gagnvart íbúum, í takt við framtíðarsýnina um Norðurlönd sem sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Tilgangur þemaumræðnanna er að ræða möguleika Norðurlanda á að mæta þeim áskorunum sem tengjast orkuframboði á óvissutímum.

Erindi frá sérfræðingum og umræður

  • Bryndís Haraldsdóttir, formaður landsdeildar Íslands, Norðurlandaráði
  • Terje Aasland, olíu- og orkumálaráðherra Noregs
  • Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri Íslands
  • Jarand Rystad, forstjóri greiningar- og ráðgjafafyrirtækisins Rystad Energy

 

  • Inngangur: Jorodd Asphjell, forseti Norðurlandaráðs
  • Kynning á skýrslu Norrænna orkurannsókna, Klaus Skytte, framkvæmdastjóri Norrænna orkurannsókna

Pallborðsumræður

  • Halla Hrund Logadóttir
  • Klaus Skytte og Ola Elvestuen, formaður norrænu sjálfbærninefndarinnar

 

  • Fundarstjóri: Bogi Ágústsson, fréttamaður