Rafræn norræn ráðstefna um fullorðinsfræðslu

22.09.20 | Viðburður
Voksenopplæring
Photographer
pexels.com
Norræna samstarfsnetið um fullorðinsfræðslu (NVL) býður í samstarfi við formennsku Norrænu ráðherranefndarinnar 2020, Danmörku, Grænland og Færeyjar til rafrænnar ráðstefnu um málefnið: Fullorðinsfræðsla fyrir græn, samkeppnishæf og félagslega sjáfbær Norðurlönd.

Upplýsingar

Dates
22.09.2020
Time
08:30 - 16:00
Type
Ráðstefna

Á ráðstefnunni verður rætt og miðlað hugmyndum um efnið: Hvernig geta kennarar í fullorðinsfræðslu, samtök, vísindamenn, samstarfsnet og þeir sem taka ákvarðanir á sviði fullorðinsfræðslu unnið fyrirbyggjandi, unnið saman og stuðlað að breytingum sem miða að því að Norðurlöndin að verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims.

Frummælendur:

  • Sjálfbært nám - hvernig getur menntun og nám stuðlað að því að styrkja umbreytingaöfl í breytingum í átt til sjálfbærara samfélags? - Stefan Bengtsson, Háskólinn í Uppsala, Svíþjóð 
  • Möguleikar sem felast í staðbundnum samfélagsbreytingum - Hvernig getum við dregið úr lífrænu fótspori og bætt um leið lífsgæði? -  Agnes Tvinnereim, Samstarfsnetið Bærekraftige liv, Noregi
  • Sjálfbær umbreyting - þú skiptir máli!  - Hvernig er maður leiðtogi og fyrirmynd í sjálfbærum umbreytingum sem gagnast Móður jörð? Og hvernig getum við notað sameiginlega þekkingu til þess að skapa hugrekki og dugnað? - Gry Guldberg, Emerging, Danmörku