Röð vefnámskeiða: Fullorðinsfræðsla og sjálfbær þróun

06.05.20 | Viðburður
Fyrsti hluti af þremur. ”From Vulnerability to Sustainability?”: Hvernig lítur sviðið út á Norðurlöndum, hvernig endurhugsum við vinnuna að Heimsmarkmiðunum með tilliti til faraldursins sem við erum nú á leiðinni út úr/erum nú í?

Upplýsingar

Dates
06.05.2020
Time
13:00 - 14:00

Norræna samstarfsnetið um fullorðinsfræðslu (NVL) og Samstarfsnetið um sjálfbæra þróun býður til raðar vefnámskeiða um fullorðinsfræðslu og sjálfbæra þróun. Fyrsta vefnámskeiðið verður haldið miðvikudaginn 6. maí frá kl. 13 til 14.

Á vefnámskeiðinu má heyra fyrirlesturinn „From vulnerability to sustainability? með Thomas Hylland Eriksen, prófessor í félagsmannfræði við háskólann í Ósló

Á vefnámskeiðinu verður fjallað um hvernig nýta má kórónuveirufaraldurinn til þess að horfa gagnrýnin um öxl og líta á tímana nú sem „opinn glugga“ að öðrum leiðum til að skipuleggja daglegt líf og samfélagið. Hvaða tækifæri felast í þessu fyrir fullorðinsfræðsluna?

Vefnámskeiðið tengist ráðstefnu NVL, Norræn samstarfsráðstefna um fullorðinsfræðslu, 22.9, og markmiðið er að „hita upp“ fyrir áhersluefnið þar: Hvernig lítur sviðið út á Norðurlöndum, hvernig endurhugsum við vinnuna að Heimsmarkmiðunum með tilliti til faraldursins sem við erum nú á leiðinni út úr/erum nú í? Hvaða umbreytingaafl felst í stöðunni, hvernig vinnum við uppbyggilega á þeim brestum sem við finnum fyrir í norrænu samfélögunum? Hvaða tækifæri sjáum við í fullorðinfræðslu?

 

Markmið:

  • Að skilja varnarleysið í alheimskerfinu og hvernig það hefur áhrif á daglegt líf okkar.
  • Að fá innsýn í hvernig hinn „hægi tími“ sem við höfum kynnst í covid19-faraldrinum veitir okkur tækifæri til að horfa gagnrýnum augum um öxl.
  • Að fá innsýn í þau tækifæri sem þetta veitir til þess að taka sjálfbærar ákvarðanir sem einnig auka lífsgæði okkar.
  • Að miðla reynslu með norrænu samstarfsfólki og sérfræðingum sem vinna við fullorðinsfræðslu.

Skráning og upplýsingar:

Skráðu þig á vefnámskeiðið í síðasta lagi 3. maí. Vefnámskeiðið fer fram á ensku.

Ef spurningar vakna er velkomið að hafa samband við Kirsten Paaby, paaby.kirsten@gmail.com, Samstarfsnet um sjálfbæra þróun, NVL.