Arnar Már Arngrímsson hlaut barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir „Sölvasögu unglings“

01.11.16 | Fréttir
Nordiska rådets barn- och ungdomslitteraturpris 2016
Ljósmyndari
Magnus Fröderberg/norden.org
Arnar Már Arngrímsson tók við barna- og unglingabókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs fyrir bókina „Sölvasaga unglings“ á verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn.

Handhafi verðlaunanna frá því í fyrra, Jakob Wegelius, afhenti Arnari Má verðlaunin og verðlaunaféð, 350 þúsund danskar krónur, í tónleikahúsi danska ríkisútvarpsins (DR).

Rökstuðningur

Verðlaunabókin fjallar um nútímaungling og viðfangsefnin sem hann þarf að glíma við. En þó vandamálin séu kunnugleg er unglingurinn það ekki. Höfundi tekst í þessari fyrstu bók sinni að búa til persónu sem er áhugaverð, fyndin, óþolandi, leitandi og heillandi. Tungutak sögunnar er lífleg blanda af unglingamáli og ritmáli eldri kynslóðarinnar og þar rekast á menningarheimar.

Lesendur fylgja unglingnum gegnum tilvistarkreppur hans sem sýna hve stormasöm unglingsárin eru og erfitt að stýra gegnum þau án skipbrots. Því nær höfundurinn, Arnar Már Arngrímsson, að miðla af einlægni og trúnaði sínum við ungt fólk í Sölvasögu unglings.

Vefvarp

The Icelandic writer Arnar Már Arngrímsson has been awarded the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize for the book “Sölvasaga unglings” at the Nordic Council prize award ceremony in Copenhagen.