Hér eru tilnefningarnar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024

16.04.24 | Fréttir
Nordiska rådets barn- och ungdomslitteraturpris 2024
Photographer
norden.org
14 norrænar myndabækur, barnabækur og unglingabækur eru tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024. Í mörgum af þeim verkum sem tilnefnd eru í ár er fjallað um tilvistarlegar spurningar er varða lífið og dauðann. Annað endurtekið þema eru tengsl manneskjunnar við náttúruna. Tilkynnt verður um verðlaunahafann hinn 22. október.

Bækurnar sem tilnefndar eru í ár koma frá öllum norrænu löndunum og málsvæðunum. Bækurnar fjalla um erfiðleika sem börn og ungmenni glíma við s.s. fjarverandi foreldra, einelti og einsemd en einnig stærri samfélagsleg vandamál á borð við ofbeldi, stríð og flótta. Einnig er snert á yfirráðum manneskjunnar yfir náttúrunni, smæð hennar og ábyrgð en einnig því hvernig náttúran er vettvangur leiks og uppspretta vonar, trausts og vangaveltna. 

Þetta er bækurnar sem tilnefndar eru til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár: 

Danmörk

Finnland

Færeyjar

Grænland

Ísland

Noregur

Samíska málsvæðið

Svíþjóð

Álandseyjar

 

Það var dómnefnd skipuð fulltrúum frá löndunum sem tilnefndi verk til barna- og unglingabókmenntaverðlaunanna.

Tilkynn verður um verðlaunahafann hinn 22. október.

Verðlaunahafi barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 verður kynntur hinn 22. október í sjónvarpsþætti sem sýndur verður í öllum norrænu löndunum. Handhafi verðlaunanna mun taka þátt í verðlaunahátíð í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Reykjavík í 44. viku ársins. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós auk verðlaunafjár sem nemur 300 þúsund dönskum krónum.

Um barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 2013 að ósk norrænu menningarmálaráðherranna, sem höfðu um árabil viljað efla og vekja athygli á barna- og unglingabókmenntum á Norðurlöndum. 

Verðlaunin eru veitt fyrir fagurbókmenntaverk fyrir börn og unglinga sem samið er á einu af norrænu tungumálunum. Verkið getur samanstaðið af bæði texta og myndum og skal uppfylla strangar kröfur um bókmenntalegt og listrænt gildi.