Baráttan gegn öfgahyggju og ofstæki heldur áfram

27.04.18 | Fréttir
Skateboard i byen
Photographer
Benjamin Suomela / Norden.org
Helsinki verður gestgjafi þegar samstarfsnetið Nordic Safe Cities kemur saman árið 2018. Fagfólk, stjórnmálafólk, opinberir starfsmenn og sérfræðingar koma saman til þess að skiptast á hugmyndum aðferðum til þess að koma í veg fyrir öfgahyggju og ofstæki.

Helsinki hefur verið aðili að Nordic Safe Cities lengi og borgin er stolt af því að vera gestgjafi á ráðstefnunni Nordic Safe City - Light on Life, 2018.

„Framtíðarsýn Helsinki er að verða skilvirkasta borg heims. Lykilforsenda þess að borg standi undir því er öryggi sem ásamt gagnkvæmu trausti og samkennd milli fólks skapar borg þar sem gott er að vera. Það er einmitt þegar takast þarf á við alþjóðlegan vanda sem vel skipulagt, áreiðanlegt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi, byggt á norræna líkaninu veitir okkur mjög sterka samkeppnisstöðu. Við erum ánægð með að vera gestgjafar á þessum mikilvæga viðburði,“ segir Jan Vapaavuori, borgarstjóri í Helsinki. 

Heimurinn stendur frammi fyrir gríðarlegum áskorunum sem er að koma í veg fyrir öfgahyggju og ofstæki með nýjum árásum sem ýta undir óttann við myrkrið í samfélögum okkar. Árleg ráðstefna Nordic Safe Cities, Light of life, beinir að þessu sinni sjónum að þessum áskorunum og hvetur til þess að áfram verði leitast við að varpa ljósi á það hvernig eigi að tryggja öruggar og lifandi borgir gegnum norrænu gildin okkar.

Meðal aðalræðumanna á ráðstefnunni eru Bart Somers borgarstjóri Mechelen í Belgíu sem hlaut viðurkenninguna borgarstjóri heimsins árið 2016 og Rebecca Skellet, framkvæmdastjóri ISD Strong Cities. Á ráðstefnunni 2018 verður lögð áhersla á að kynna lykilverkefni sem hafa verið þróuð af norrænum aðilum samstarfsnetsins og greina leiðir til þess að virkja og sameina borgara til þess að koma í veg fyrir öfgahyggju og gegn ofbeldifullu ofstæki. Stjórnmálafólk, fagfólk, leiðandi sérfræðingar og þátttakendur munu ásamt fjölda borgarstjóra frá Evrópulöndum og norrænum ríkjum veita hugmyndir og stuðla að aðgerðum sem varpa ljósi á það hvernig hægt að að fara frá ótta til vonar og frá skiptingu samfélagsins í andstæða póla til sameingar.

„Við hlökkum til þess að vinna með sterku bandalagi borga og styrkja hinar norrænu áherslur til þess að varpa ljósi á jákvæðar aðgerðir í átt til þess að gera borgir öruggar fyrri alla íbúa,“ segir Jeppe Albers, skipulagsráðgjafi hjá Nordic Safe Cities.