Seigla lýðræðisins og traust er hið norræna-baltneska gull

24.04.24 | Fréttir
Photographer
Irmantas Gelūna
Ekki má vanmeta gildi og ástæðu norræns-baltnesks samstarfs á landfræðipólitískum óvissutímum. Þetta var meginniðurstaða norræns-baltnesks fundar í Litháen þar sem seigla og öryggismál voru efst á baugi.

Karen Ellemann, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, Jonas Survila, varautanríkisráðherra Litháen, og Cecilia Ruthström-Ruin, yfirmaður Evrópu- og Norður-Ameríkuskrifstofu sænska utanríkisráðuneytisins, komu saman í Litháen til að ræða gildi norræns-baltnesks samstarf fyrir almenning á Eystrasalstssvæðinu.

Lýðræðisleg gildi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja þau sömu

Á fundinum benti Jonas Survilas, varautanríkisráðherra Litháen, á hversu mikið Norðurlönd og Eystrasaltslönd ættu sameiginlegt - þar með talið lýðræði, mannréttindi og grundvallarreglur réttarríkis. Hann lagði áherslu á að þessum gildum væri ógnað í Úkraínu og benti í því sambandi á mikilvægi þess að Norðurlönd og Eystrasaltsríki héldu áfram að styðja Úkraínu og ykju þann stuðning. Samkvæmt Kiel Institute for the World Economy í Kiel eru Eystrasaltslöndin og Norðurlönd meðal þeirra landa sem leggja mest til Úkraínu.  

Nýr kafli í sögu Svíþjóðar

Cecilia Ruthström-Ruin, yfirmaður Evrópu- og Norður-Ameríkuskrifstofu sænska utanríkisráðuneytisins fjallaði einnig um öryggismál svæðisins. Hún benti á mikilvægi nýtilkominnar aðildar Svíþjóðar að NATO. Í ræðu sinni lagði hún áherslu á stöðugleikann sem aðildin veitti ekki aðeins Svíum heldur svæðinu í heild og samstarfi landanna. Stöðugleika sem gagnast einnig samstarfi Norðurlandanna á mörgum sviðum og samstarfi sem byggði á og ætti áfram að byggja á trausti: