Ný norræn matargerðarlist felur í sér mörg sóknarfæri á sviði velferðar

27.02.14 | Fréttir
Ny nordisk mad
Photographer
norden.org/Thomas Glahn
Nýtt norrænt verkefni á að stuðla að samræmingu á viðmiðum í matarinnkaupum opinberra aðila á Norðurlöndum.

Norrænir sérfræðingar á sviði matarinnkaupa og reksturs mötuneyta í hinum opinbera geira komu saman í síðasta mánuði á málstofu sem haldin var í Malmö í Svíþjóð. Brátt fannst flötur á því að löndin legðu í sameiningu ramma sem hefði gagnleg áhrif á matvælaframboð í löndunum og myndi ennfremur auðvelda skipulag á matarinnkaupum til framtíðar. Þannig myndi skapast alveg nýtt sjónarhorn á velferðarmál á þessu sviði.

Sóknarfærin eru mörg og sviðið umfangsmikið. Á hverjum degi eru bornar fram á bilinu 800.000-1.000.000 opinberra máltíða í hverju og einu Norðurlandanna. Öllum löndunum er því akkur í því að fundin verði sjálfbær og skynsamleg lausn á þessu stóra verkefni.

Emil Blauert segir að fram að þessu hafi ekki verið hugað nægilega að þeim miklu áhrifum sem matvælainnkaup hins opinbera, matur og matarmenning geta haft á velferð Norðurlandabúa. Emil Blauert hefur töluverða þekkingu á norrænni matargerð og var einn þeirra sem áttu frumkvæði að málstofunni í Malmö sem fjallaði um snjöll og sjálfbær matarinnkaup opinberra aðila á öllum Norðurlöndum.

Milljónir máltíða dag hvern
„Í Finnlandi einu er um fjölda starfa að ræða; 440 milljónir máltíða í 22.000 eldhúsum hins opinbera þar sem 350 milljónum evra er varið í matarinnkaup á ári. Í Danmörku eru reiddar fram 800.000 opinberar máltíðir á dag. Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað varðandi gæði og hollustu matarins og því þarf ekki mikið til að leysa úr læðingi meiriháttar samfélagsbreytingar sem hefðu í för með sér fjölgun starfa, hollari máltíðir og sjálfbærari neysluhætti. Þetta spannar opinberar stofnanir, sveitarfélög, ríkisstjórnir, Norðurlöndin og ESB.“

Emil Blauert hefur um árabil verið einn helsti hvatamaður Nýrrar norrænnar matargerðarlistar og er nú í forsvari fyrir verkefnið Matur handa mörgum.


Frekari tölur

Í Svíþjóð eru eldaðar 260 milljónir skólamáltíða og 200 milljónir leikskólamáltíða á ári.

Hver máltíð í grunnskóla kostar 9,80 sænskar krónur og máltíð í framhaldsskóla 11,24 s.kr.

Í Danmörku eru keypt matvæli til opinberra nota fyrir andvirði 4 milljarða króna á ári.

Í Finnlandi eldar hið opinbera 440 milljón máltíðir á ári eða 1,7 milljón máltíðir á hverjum virkum degi.

www.nynordiskmad.org

www.Ekocentria.fi

www.klippan.se/utbildningbarnomsorg/mateniskolanochbarnomsorgen.814.html

www.kbhmadhus.dk