Spila myndskeið

Norræn ráð gefa þér hollan mat

 

Við erum nokkuð dugleg að hafa hollan mat á Norðurlöndunum. Þetta á einnig við um eldhús opinberra stofnanna. Þetta getum við þakkað norrænu næringarráðleggingunum. Þau liggja til grundvallar þegar kokkurinn er að útbúa hádegismat eða kvöldmat á dvalarheimilum aldraðra og sjúkrahúsum.

 

Hittu Joonas

Hittu: Joonas Perkonmäki

Starf: Kokkur í Kiloskolan í Esbo

Heldur upp á norrænu samstarfi: Að nemendurnir eru ánægðir með matinn sem hann eldar og er byggður á norrænu næringartilmælunum.

Joonas Perkonmäki, Kock på Kiloskolan i Esbo

Það er raunverulega hægt að bæta samfélagið með rótargrænmetisstöppu og öðrum hollum mat. Barn sem fær góðan mat í skólanum öðlast til dæmis orku til að þroskast og til að leika sér og læra. Og næringarríkur matur á sjúkrahúsum og dvalarheimilum getur raunverulega minnkað þörf á lyfjum.

Hér koma norrænu næringarráðleggingarnar til skjalanna. Maturinn í opinberum eldhúsum á Norðurlöndum er byggður á næringarráðleggingunum sem aftur byggjast á vísindalegum grunni. Meira en 100 vísindamenn og sérfræðingar hafa tekið þátt í að þróa þær.

Við bætum samfélagið með góðum mat.

„Ég veit að með því að fylgja ráðleggingunum leggjum við grunn að hollum, næringarríkum og góðum mat.“
Joonas Perkonmäki, kock på Kiloskolan i Esbo

Fróðleiksmolar​​​​​​​

  • Norrænu næringarráðleggingarnar hafa komið út áttunda hvert ár síðan 1980.
  • Norrænu næringarráðleggingarnar leggja línurnar fyrir mataræði og ráðlagða inntöku næringarefna og eru grundvöllur þeirra næringarráðlegginga sem gefnar eru út í hverju og einu norrænu landanna.
  • Norrænu næringarráðleggingarnar samanstanda af vísindalegum staðreyndum um heilbrigða lifnaðarhætti. Meira en 100 vísindamenn og sérfræðingar hafa komið að gerð ráðlegginganna.

Vilt þú vita meira um norrænu næringarráðleggingarnar?

Hér eru nánari upplýsingar:

Nordic Nutrition Recommendations

Lestu fleiri sögur