Spila myndskeið

Taktu þér pláss á norræna menningarsviðinu!

Hvort sem þú fæst við elektróníska tónlist, gjörningalist eða veggjalist þá getur þú sótt um norræna menningarstyrki til þess að halda verki þínu áfram. Finndu samstarfsfólk í grannlöndunum og náðu til stærri hóps.

Kultursamarbejdet landing top
Hittu Nuka

Hittu: Nuka Alice Lund

Á heima: Á Grænlandi

Vinnur: Í menningarhúsinu Katuaq í Nuuk

Heldur upp á í norrænu samstarfi: Það gerir Arctic Sounds, tónlistarhátíð fyrir fyrir tónlistarfólk og tónskáld, að veruleika.
 

Vegna þess hve norrænu löndin eru smá verða þau að leggja saman til þess að geta veitt sínu fremsta fólki á sviði menningar stuðning - leikstjórum, kvikmyndum og sagnafólki. Og þetta hefur gengið vel. Við eigum meira að segja okkar eigin kvikmynda- og bókagrein - Nordic Noir!
Ef þú hefur heyrt minnst á rithöfunda eins og Sofi Oksanen, Tomas Tranströmmer, Einar Má Guðmundsson og Herbjörgu Wassmo er það líklega vegna þess að þau hafa öll fengið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Þess vegna eru þau lesin um öll Norðurlönd - og við höfum fengið að kynnast fólki, samfélögum og örlögum frá grannlöndum okkar. 

„Fólkið sem kemur fram á Arctic Sounds gefur allt sem það á. Ég fæ gæsahúð af tilhugsuninni einni saman.“
Nuka alice Lund, kulturhuset Katuaq i Nuuk

Fróðleiksmolar:​​​​​

  • Norrænt samstarf styrkir norrænt listafólk á Norðurlöndum um nærri 100 milljónir danskra króna árlega.
  • Meðal annars er hægt að sækja um styrki úr Norræna menningarsjóðnum, Lista- og menningaráætluninni, Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum, áætluninni um hreyfanleika í menningargreinum milli Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna og norræna þýðingastyrki.
  • Verðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókmenntir, kvikmyndir, tónlist og barna- og unglingabókmenntir eru veitt árlega.
  • Norrænt menningarsamstarf á að vera aðgengilegt, öllum opið og stuðla að auknum gagnkvæmum skilningi milli allra íbúa Norðurlanda.

Nánar um norræna menningarsamstarfið:​​​​​​

www.norden.org/da/konst-och-kultur

Nordiska rådet priser

Nordiska kulturfonden

 

 

Lestu fleiri sögur