Spila myndskeið

Þú hleður farsímann þinn með norrænu samstarfi

Þegar þú hleður farsímann þinn eða þurrkar hárið ertu að nota orku úr norrænu samstarfi. Línur sem ná um öll Norðurlönd mynda stórt norrænt vararafkerfi.

Nánari upplýsingar um norrænt samstarf í orkumálum

 

Hittu Christian

Hittu: Christian Augustsson

Á heima: Skánverji sem flutti til Álandseyja

Starf: Framkvæmdastjóri Kraftverk á Álandseyjum

Heldur upp á norrænu samstarfi: Samstarfið um orkumál vegna þess að það skilar almenningi góðum raforkumarkað og aðgangi að endurnýjanlegri orku frá öllum Norðurlöndunum.

Fyrir meira en hundrað árum var fyrsti sæstrengurinn lagður milli Danmerkur og Svíþjóðar. Nú er allt rafkerfi Norðurlandanna samtengt.

Þegar verður rafmagnslaust í heimalandi þínu færðu tafarlaust rafmagn frá nágrannalandi. Ef vindurinn er of hægur fyrir vindmyllurnar í Danmörku framleiða norsk vatnsföll þá orku sem vantar. Þökk sé þessu samstarfi eru Norðurlöndin í fremstu röð þegar kemur að grænum orkulindum. Meira en helmingur þeirrar orku sem notuð er á Norðurlöndum er endurnýjanleg – til hagsbóta fyrir þig og umhverfið.

„Þegar eldingum sló niður í Stokkhólmi í sumar flöktu ljósin hér á Álandseyjum. Svo tengdumst við finnsku rafmagni.“
Christian Augustsson, Vd för Kraftverk Åland

Nokkrar staðreyndir

  • Meira en 50 prósent þeirrar orku sem notuð er á Norðurlöndum er endurnýjanleg. Sambærilega tala er 17 prósent fyrir Evrópusambandið. (2017)
  • Endurnýjanlegar orkulindir eins og vindur og sól eru notaðar ásamt lífmassa, fallorku og annarri varmaorku. Löndin bæta hvert annað vel upp með mismunandi orkulindum.
  • Norrænt samstarf um orkumál er best samþætta svæðisbundna samstarf í heiminum. Kerfið styður við umskiptin til sjálfbærrar orkuframleiðslu.
  • Fyrir meira en hundrað árum var fyrsti sæstrengurinn lagður milli Danmerkur og Svíþjóðar. Nú liggja leiðslurnar um Norðurlöndin þver og endilöng.

Viltu vita meira? Upplýsandi staðreyndir, pólitísk sýn, saga norræna raforkusamstarfsins:

www.norden.org/sv/information/det-nordiska-energisamarbetet

Lestu fleiri sögur