Andachan
Ljósmyndari
Aqqalu Inuuteq Dahl
Andachan er tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2022 fyrir verkið „Visualize Happiness“ (plata) (2021).
Rökstuðningur
Andachan er afar hæfileikaríkur nýr listamaður innan grænlensku tónlistarsenunnar. Tónlist hans er nýskapandi og hann sameinar tungumál og raftónlistartakta á hátt sem hleypir innblæstri og nýrri orku inn í grænlenskt tónlistarlíf. Andachan er þess megnugur að skapa andrúmsloft þrungið raftónlistarhljóðum með alþjóðlegum hljómi. Segja má að á margan hátt blandi Andachan grænlenskri tungu við hljóð sem eru innnblásin af hnattvæddum heimi. Andachan er fyrirmynd sem talar einkum sterkt til yngri kynslóðarinnar á Grænlandi, og mun vonandi eiga þátt í því að vekja áhuga fleiri ungmenna á tónlist.
Tengill