Dans Les Arbres

Dans Les Arbres
Ljósmyndari
Andreas Ulvo
Kvartett

Síbreytilegur hljómblær tónlistar Dans Les Arbres er sveigjanlegur og verður fyrir áhrifum frá og mótast af öllum fjórum meðlimum þessarar einstöku sveitar. Tónlistin er nær því að vera hugleiðing en spuni og viljandi er dregið úr vægi hinnar skýru tónlistarlegu orðræðu og í staðinn lögð áhersla á frumleikann í hljómburðinum og hárfínt samspilið í hópnum. Kvartettinn hefur fengið mikið hrós fyrir sérstæða tónlistarnálgun sína sem skilar sér í hægfara, blæbrigðaríkum og skipulögðum hljómbreytingum. Samstarf þeirra hófst upprunalega með svipuðum hætti, með fáum en eftirtektarverðum snertiflötum. Meðlimir Dans Les Arbres héldu sína fyrstu æfingu árið 2004 og hittust aftur árið 2006 til að taka upp geisladisk. Þau héldu fyrstu tónleika sína ári síðar og sveitin hefur nú gefið út tvo diska hjá útgáfufyrirtækinu ECM Records

Meðlimir: Xavier Charles (FR) – klarínetta/harmóníka, Ivar Grydeland (N) – gítar & breytt banjó /shruti-kassi, Christian Wallumrød (N) – breytt píanó/harmóníum, Ingar Zach (N) – bassatromma/slagverk.