Elding Hvalaskoðun

Elding valsafari
Ljósmyndari
Elding valsafari
Sjálfbær og ábyrg hvalaskoðun og aðrar ævintýraferðir við Íslandsstrendur.

Ísland er draumastaður til hvalaskoðunar þar sem fjölmargar hvalategundir lifa við landið og koma oft nærri ströndinni í fæðuleit. Elding er fjölskyldufyrirtæki sem hefur um árabil boðið fjölbreytt úrval bátsferða með hvalaskoðun, lundaskoðun, norðurljósasiglingum og mörgu fleira. Fyrirtækið hefur starfað eftir virku umhverfisstjórnunarkerfi frá upphafi og er eina hvalaskoðunarfyrirtækið í heiminum sem hefur hlotið gullvottun EarthCheck. Elding státar einnig af Bláfánanum (Blue Flag), sem er alþjóðleg vottun fyrir strandir, smábátahafnir og ferðaþjónustu með vistvænum bátsferðum. Fyrirtækið hefur unnið að fjölda nýsköpunarverkefna á sviði umhverfisverndar, meðal annars með því markmiði að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Fyrirtækið notar aðeins umhverfisvottuð efni og eykur stöðugt flokkun á eigin úrgangi. Markmið Eldingar er fyrst og fremst að sýna viðskiptavinum sínum fallega náttúru og hafa jákvæð áhrif á þá í leiðinni.

Meiri upplýsingar