Fæbrik – Noregi

alt=""
Photographer
Fæbrik
Skapandi hreyfing sem stuðlar að endurnýtingu á textíl með því að kenna fólki að sauma, gera við og endurhanna og deila afrakstrinum á samfélagsmiðlum.

Fæbrik er tilnefnt til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2023

Á skömmum tíma er Fæbrik orðið að áhrifamiklum vettvangi með yfir 100 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlum, sitt eigið hlaðvarp og vefsíðu þar sem afgangstextílefni eru seld, ásamt mynstrum og netnámskeiðum þar sem fólk getur lært að sauma sín eigin föt. Myndskeiðum þar sem sýnt er í einföldum skrefum hvernig hægt er að breyta mynstri svo það henti mismunandi líkamsgerðum og nota ólík efni til þess að gefa fatnaðinum einstakt yfirbragð er deilt á samfélagsmiðlum.

Að Fæbrik standa fjórar konur sem þekktar eru fyrir fatahönnun og endurnýtingu eftir að hafa tekið þátt í sjónvarpsþættinum Symesterskapet, eða Saumakeppninni: Jenny Skavlan, Mari Norden, Ingrid Vik Lysne og Ingrid Bergtun. Samtals eru þær með 600 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlum og nýta rödd sína til að berjast fyrir sjálfbærum textíliðnaði.

Það sem er byltingarkennt við Fæbrik er að það stuðlar að breyttri hegðun með því að láta fylgjendur finna til sín með því að verða hluti af stærri hreyfingu sem dregur úr fataneyslu sinni, kaupir notuð föt og saumar sín eigin. Fæbrik sameinar norrænt handverk og saumaskap og stafræna miðla til að bera út boðskap sinn.

Með eldmóði sínum hafa þær komið af stað byltingu hjá fylgjendum sínum í Noregi og öðrum norrænum löndum með því að gera endurnýtingu textíls skemmtilega. Þá veita þær stjórnmálamönnum ráðgjöf um notkun og förgun á textíl og hefur tekist að búa til sjálfbært viðskiptalíkan með stafrænni dreifingu